Enski boltinn

Mane bestur í ágúst

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sadio Mane
Sadio Mane Vísir/Getty
Sadio Mane, leikmaður Liverpool, var valinn leikmaður ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Mane skoraði 3 mörk í 3 leikjum fyrir Liverpool í deildinni, en enska liðið er í öðru sæti deildarinnar eftir þrjár umferðir.





David Wagner var útnefndur þjálfari mánaðarins, en Wagner er knattspyrnustjóri nýliða Huddersfield Town. Nýliðarnir hafa farið frábærlega af stað í úrvalsdeildinni, eru taplausir í þriðja sæti með 7 stig eftir þrjár umferðir.

„Þetta er mikill heiður fyrir mig, en ég vil að allt félagið taki þessi verðlaun til sín, sérstaklega leikmennirnir. Ég vonaði að við myndum byrja vel, en ég bjóst ekki við því. Þetta er aðeins byrjunin og við þurfum að halda einbeitingu við næsta leik,“ sagði Wagner.





Undramark Charlie Danies fyrir Bournemouth gegn Manchester City var svo valið mark mánaðarins.








Tengdar fréttir

Huddersfield vann nýliðaslaginn | Sjáðu markið

Nýliðarnir Huddersfield Town og Newcastle mættust í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Huddersfield vann 1-0 sigur í fyrsta heimaleik sínum í efstu deild í 45 ár.

Nýliðarnir fara á toppinn

Nýliðar Huddersfield hafa farið á kostum í upphafi leiktíðar og unnið báða sína leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×