Enski boltinn

Fjórir frá United tilnefndir sem leikmaður eða stjóri ágústmánaðar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho er einn þeirra sem kemur til greina sem stjóri mánaðarins.
Mourinho er einn þeirra sem kemur til greina sem stjóri mánaðarins. vísir/getty
Stjórar risanna Manchester United, Manchester City og Liverpool eru meðal þeirra sem eru tilnefndir til stjóra ágúst mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Í morgun var tilkynnt um hvaða stjórar koma til greina, en Klopp, Mourinho og Guardiola eru þar ásamt David Wagner, stjóra nýliða Huddersfield, og hinum þaulreynda, Tony Pulis.

United á einnig þrjá leikmenn af sjö sem eru tilnefndir til leikmanns mánaðarins, en það eru þeir Phil Jones, Romelu Lukaku og Henrikh Mkhitaryan.

Liverpool á tvo; þá Sadio mane og Mohamed Salah, Chelsea á Alvaro Morata og markvörður nýliða Huddersfield, Jonas Lossl, er á lista með stórstjörnunum. Hann á enn eftir að fá á sig mark í ensku úrvalsdeildinni.

Hægt er að kjósa á vef ensku úrvalsdeildarinnar, en atkvæðin gilda á móti dómnefnd sem inniheldur meðal annars Sir Alex Ferugson, Thierry Henry, Alan Shearer og fleiri kempur.

Hægt er að kjósa um stjóra og leikmann ágúst mánaðar hér.

Tilnefningar fyrir stjóra mánaðarins: Jose Mourinho - Man. Utd, Pep Guardiola - Man. City, Jurgen Klopp - Liverpool, Tony Pulis - WBA og David Wagner - Huddersfield.

Tilnefningar fyrir leikmann mánaðarins: Phil Jones - Man. Utd, Jonas Lossl - Huddersfield, Romelu Lukaku - Man. Utd, Sadio Mane - Liverpool, Henrikh Mkhitaryan - Man. Utd, Alvaro Morata - Chelsea, Mohamed Salah - Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×