Getur Gylfi komið Everton upp í næstu tröppu? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2017 12:30 Gylfi hefur farið vel af stað með Everton og er þegar búinn að opna markareikning sinn með félaginu. vísir/getty Framhaldssögunni um félagaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar lauk loks 16. ágúst þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Everton. Talið er að Everton hafi borgað Swansea City um 45 milljónir punda fyrir Gylfa sem gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu bláa liðsins í Liverpool. Þá er hann langdýrasti íslenski fótboltamaðurinn frá upphafi. Gylfi brosti breitt eftir að hafa skrifað undir fimm ára samning við Everton. Ronald Koeman, knattspyrnustjóri liðsins, var einnig alsæll með að hafa landað íslenska landsliðsmanninum sem hann hefur lengi haft augastað á. „Allt frá upphafi var hann einn af þeim leikmönnum sem ég vildi fá til Everton. Fyrst og fremst út af því hversu góður hann er og vegna reynslu hans úr ensku úrvaldsdeildinni sem hann býr yfir. Að mínu mati er hann einn af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar í sinni stöðu,“ sagði Koeman um Gylfa. Íslenski landsliðsmaðurinn kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli gegn Manchester City í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar mánudaginn 21. ágúst. Þremur dögum síðar var hann í byrjunarliðinu í seinni leiknum gegn Hajduk Split í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir Everton sem stuðningsmenn liðsins eru eflaust búnir að horfa 100 sinnum á. Gylfi skoraði þá með óvæntu skoti yfir markvörð Hajduk, nánast frá miðju. Stórkostlegt mark sem létti eflaust smá pressu af Gylfa sem er sem áður sagði dýrasti leikmaður í sögu Everton.Gylfi brosti breitt þegar hann var kynntur til leiks á Goodison Park.vísir/gettyKoeman á sér stóra drauma og vill koma Everton í fremstu röð. Þessi hugsunarháttur Hollendingsins virðist hafa höfðað til Gylfa ef marka má orð hans eftir að félagaskiptin frá Swansea gengu í gegn. „Hann [Koeman] var frábær leikmaður og einn sá besti á sínum tíma. Nú er hann góður stjóri og framtíðarsýn hans hjá Everton er skýr. Það skipti miklu máli fyrir mig að hann væri stjórinn. Það er bæði draumur minn og allra hjá félaginu að vinna titla með Everton,“ sagði Gylfi. Það verður þó enginn hægðarleikur fyrir Everton að komast í hóp þeirra bestu. Koeman hefur verið duglegur á félagaskiptamarkaðinum í sumar og fékk meðal annars Wayne Rooney aftur heim á Goodison Park. En það er vandséð að Koeman hafi fyllt skarðið sem Romelu Lukaku skildi eftir sig. Belginn öflugi skoraði 25 mörk í fyrra og Everton þarf að finna þessi mörk einhvers staðar. Rooney og Gylfi munu skora sín mörk en þeir þyrftu helst að njóta aðstoðar alvöru framherja. Miðað við frammistöðuna í 2-0 tapinu fyrir Chelsea um síðustu helgi er Sandro Ramírez ekki í þeim flokki. Í þeim leik vantaði Everton sárlega einhvern til að hlaupa aftur fyrir vörn Chelsea. Hinn ungi og efnilegi Dominic Calvert-Lewin er mjög fljótur og býður upp á þann möguleika. En hann hefur bara skorað tvö mörk fyrir Everton síðan hann kom til liðsins og býr yfir lítilli reynslu. Hvað svo sem gerist hjá Everton í vetur, þá verður alltaf gaman að fylgjast með Gylfa. Hann er í stóru hlutverki í stóru liði og þar á bæ búast menn við miklu af honum. Annars hefðu þeir ekki borgað 45 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn sem átti stærstan þátt í því að Swansea hélt sér í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. En nú stendur Gylfi frammi fyrir nýrri áskorun sem hann mun eflaust standast með stæl.Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um enska boltann 2. september síðastliðinn. Enski boltinn Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Framhaldssögunni um félagaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar lauk loks 16. ágúst þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Everton. Talið er að Everton hafi borgað Swansea City um 45 milljónir punda fyrir Gylfa sem gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu bláa liðsins í Liverpool. Þá er hann langdýrasti íslenski fótboltamaðurinn frá upphafi. Gylfi brosti breitt eftir að hafa skrifað undir fimm ára samning við Everton. Ronald Koeman, knattspyrnustjóri liðsins, var einnig alsæll með að hafa landað íslenska landsliðsmanninum sem hann hefur lengi haft augastað á. „Allt frá upphafi var hann einn af þeim leikmönnum sem ég vildi fá til Everton. Fyrst og fremst út af því hversu góður hann er og vegna reynslu hans úr ensku úrvaldsdeildinni sem hann býr yfir. Að mínu mati er hann einn af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar í sinni stöðu,“ sagði Koeman um Gylfa. Íslenski landsliðsmaðurinn kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli gegn Manchester City í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar mánudaginn 21. ágúst. Þremur dögum síðar var hann í byrjunarliðinu í seinni leiknum gegn Hajduk Split í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir Everton sem stuðningsmenn liðsins eru eflaust búnir að horfa 100 sinnum á. Gylfi skoraði þá með óvæntu skoti yfir markvörð Hajduk, nánast frá miðju. Stórkostlegt mark sem létti eflaust smá pressu af Gylfa sem er sem áður sagði dýrasti leikmaður í sögu Everton.Gylfi brosti breitt þegar hann var kynntur til leiks á Goodison Park.vísir/gettyKoeman á sér stóra drauma og vill koma Everton í fremstu röð. Þessi hugsunarháttur Hollendingsins virðist hafa höfðað til Gylfa ef marka má orð hans eftir að félagaskiptin frá Swansea gengu í gegn. „Hann [Koeman] var frábær leikmaður og einn sá besti á sínum tíma. Nú er hann góður stjóri og framtíðarsýn hans hjá Everton er skýr. Það skipti miklu máli fyrir mig að hann væri stjórinn. Það er bæði draumur minn og allra hjá félaginu að vinna titla með Everton,“ sagði Gylfi. Það verður þó enginn hægðarleikur fyrir Everton að komast í hóp þeirra bestu. Koeman hefur verið duglegur á félagaskiptamarkaðinum í sumar og fékk meðal annars Wayne Rooney aftur heim á Goodison Park. En það er vandséð að Koeman hafi fyllt skarðið sem Romelu Lukaku skildi eftir sig. Belginn öflugi skoraði 25 mörk í fyrra og Everton þarf að finna þessi mörk einhvers staðar. Rooney og Gylfi munu skora sín mörk en þeir þyrftu helst að njóta aðstoðar alvöru framherja. Miðað við frammistöðuna í 2-0 tapinu fyrir Chelsea um síðustu helgi er Sandro Ramírez ekki í þeim flokki. Í þeim leik vantaði Everton sárlega einhvern til að hlaupa aftur fyrir vörn Chelsea. Hinn ungi og efnilegi Dominic Calvert-Lewin er mjög fljótur og býður upp á þann möguleika. En hann hefur bara skorað tvö mörk fyrir Everton síðan hann kom til liðsins og býr yfir lítilli reynslu. Hvað svo sem gerist hjá Everton í vetur, þá verður alltaf gaman að fylgjast með Gylfa. Hann er í stóru hlutverki í stóru liði og þar á bæ búast menn við miklu af honum. Annars hefðu þeir ekki borgað 45 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn sem átti stærstan þátt í því að Swansea hélt sér í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. En nú stendur Gylfi frammi fyrir nýrri áskorun sem hann mun eflaust standast með stæl.Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um enska boltann 2. september síðastliðinn.
Enski boltinn Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn