Enski boltinn

Gibbs seldur til WBA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gibbs á æfingu með Arsenal.
Gibbs á æfingu með Arsenal. vísir/getty
WBA nældi sér í leikmann í dag er bakvörðurinn Kieran Gibbs kom frá Arsenal.

WBA greiddi Lundúnafélaginu 7 milljónir punda, eða tæpan milljarð króna, fyrir leikmanninn.

Þessi 27 ára gamli enski landsliðsmaður var einnig í viðræðum við Watford og Galatasaray í sumar. Gibbs hafði verið í herbúðum Arsenal síðan hann var 14 ára gamall.

WBA er nú búið að næla sér í fimm leikmenn í sumar. Hinir eru Jay Rodriguez, Ahmed Hegazi, Gareth Barry og Oliver Burke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×