Enski boltinn

Liverpool staðfestir komu Keita

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Liverpool staðfesti í morgun að félagið hafi keypt Naby Keita frá RB Leipzig í Þýskalandi á metfé. Leikmaðurinn kemur þó ekki til Bítlaborgarinnar fyrr en næsta sumar.

Enskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær en nú hefur það verið staðfest. Sky Sports fullyrðir að Liverpool greiði 48 milljónir punda, jafnvirði 6,5 milljarða króna, fyrir Keita en það er riftunarverð samnings hans. Þar með verði hann hann dýrasti leikmaðurinn í sögu Liverpool.

Keita gekkst undir læknisskoðun í gær og gengur formlega í raðir félagsins 1. júlí.

„Ég er ánægður með að samkomulag sé í höfn og að ég muni taka þátt í verkefni sem heillar mig mikið,“ sagði Keita. „Ég mun gefa allt mitt fyrir RB Leipzig á leiktíðinni eins og ég hef gert hingað til.“

Liverpool reyndi að bjóða tvívegis í Keita í sumar en báðum tilboðum var hafnað. Leikmaðurinn hefur hins vegar ekki viljað skrifa undir framleningu á samningi sínum við þýska félagið.

RB Leipzig er með þrjú stig að loknum tveimur umferðum í þýsku 1. deildinni.


Tengdar fréttir

Keita til Liverpool næsta sumar

Liverpool hefur komist að samkomulagi við Leipzig í Þýskalandi um kaup á miðjumanninum Naby Keita. Félagaskiptin munu hins vegar ekki ganga í gegn fyrr en í júlí 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×