Enski boltinn

Messan: Þarft að mæta til Liverpool með menn sem eru tilbúnir að leggja sig fram

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexandre Lacazette byrjaði á bekknum gegn Liverpool um helgina.
Alexandre Lacazette byrjaði á bekknum gegn Liverpool um helgina. vísir/getty
Sérfræðingar Messunnar, Ríkharður Daðason og Jóhannes Karl Guðjónsson, furða sig á liðsvali Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal.

Arsenal fór til Liverpool í stórleik þriðju umferðar ensku úrvalsdeildarinnar um helgina og voru tveir leikmenn í byrjunarliðinu sem hafa mikið verið orðaðir við brottför frá félaginu, þeir Alex Oxlade-Chamberlain og Alexis Sanchez

Alexandre Lacazette, sem kom til félagsins í sumar fyrir metfjárhæð, sat á bekknum. 

Arsenal veit það að í gegnum tíðina hafa þeir fengið mjög erfiða leiki [gegn Liverpool] og þú þarft að mæta til Liverpool með leikmenn sem eru tilbúnir að leggja sig fram, ekki 100% heldur rúmlega 100%, til þess að ná einhverju út úr leiknum,“ sagði Jóhannes Karl.

„Eru þessir menn, Chamberlain og Alexis Sanchez, eru þeir tilbúnir í það? Þeir svöruðu því sjálfir með frammistöðunni í leiknum.“

„Já þetta er mjög skrýtið,“ bætir Ríkharður við. „Það hefði ekkert verið óeðlilegt að vera bara með Sanchez á bekknum. Vera ekkert að spila honum fyrr en glugginn lokar og séð hver niðurstaðan verður.“

Sjá má umræðuna í myndbandinu hér að neðan


Tengdar fréttir

Er Wenger loksins komin á endastöð?

Andlausar Skyttur áttu engin svör gegn Liverpool í niðurlægjandi 4-0 tapi á Anfield í gær. Þetta var annað tap Arsenal í röð. Mörg spurningamerki hanga yfir Arsenal-liðinu sem er strax komið í eltingarleik eftir aðeins þrjár umferðir.

Arsenal má ekki missa Oxlade-Chamberlain

Nigel Winterburn, fyrrverandi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, segir afar mikilvægt fyrir Arsenal að halda Alex Oxlade-Chamberlain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×