Enski boltinn

Tveimur tilboðum Liverpool í Lemar hafnað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lemar í leik með Monaco.
Lemar í leik með Monaco. Vísir/Getty
Sky Sports greinir frá því að Monaco hafi nú þegar hafnað tveimur tilboðum frá Liverpool í miðjumanninn Thomas Lemar.

Fyrsta tilboðið er sagt hafa verið upp á 55,5 milljónir punda en það síðara tæpum tíu milljónum hærra, jafnvirði 8,7 milljarða króna.

Monaco vill halda Lemar í vetur en Jürgen Klopp er sagður vilja styrkja leikmannahóp sinn eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í vetur.

Í morgun var það svo staðfest að Naby Keita muni ganga til liðs við Liverpool en ekki fyrr en 1. júlí á næsta ári. Liverpool hefur í sumar samið við þá Mohamed Salah, Dominic Solanke og Andy Robertson.

Lemar er 21 árs landsliðsmaður Frakka og var lykilmaður í liði Monaco sem tryggði sér Frakklandsmeistaratitilinn í vor. Þá skoraði hann tólf mörk í 39 leikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×