Enski boltinn

Arsenal samþykkti tilboð Chelsea í Oxlade-Chamberlain

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Uxinn í leik með Arsenal.
Uxinn í leik með Arsenal. vísir/getty
Arsenal hefur samþykkt tilboð Chelsea í Alex Oxlade-Chamberlain. Þetta staðfestir SkySports.

Oxlade-Chamberlain hefur sagst vilja fara frá Arsenal, en Arsene Wenger hefur verið að spila honum í vængbakverði en ekki á miðjunni, sem Englendingurinn er sagður ósáttur við. 

Hinn 24 ára Oxlade-Chamberlain er í landsliðsverkefni með Englandi í vikunni og er áætlað að hann muni ganga undir læknisskoðun á æfingasvæði landsliðsins.

Samningur Oxlade-Chamberlain við Arsenal rennur út í lok tímabilsins og hefur hann verið orðaður við bæði Chelsea og Liverpool í sumar. 


Tengdar fréttir

Er Wenger loksins komin á endastöð?

Andlausar Skyttur áttu engin svör gegn Liverpool í niðurlægjandi 4-0 tapi á Anfield í gær. Þetta var annað tap Arsenal í röð. Mörg spurningamerki hanga yfir Arsenal-liðinu sem er strax komið í eltingarleik eftir aðeins þrjár umferðir.

Arsenal má ekki missa Oxlade-Chamberlain

Nigel Winterburn, fyrrverandi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, segir afar mikilvægt fyrir Arsenal að halda Alex Oxlade-Chamberlain.

Wenger vill halda Uxanum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur engan áhuga á því að missa Alex Oxlade-Chamberlain sem flestir bjuggust við að væri á förum frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×