Enski boltinn

Barkley hætti við að fara til Chelsea í miðri læknisskoðun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ross Barkley er enn leikmaður Everton.
Ross Barkley er enn leikmaður Everton. vísir/getty
Þær fréttir bárust frá Englandi í kvöld að Ross Barkley hefði hætt við að ganga til liðs við Chelsea í miðri læknisskoðun.

Everton samþykkti 35 milljóna punda tilboð Chelsea í Barkley sem náði einnig samkomulagi við Lundúnaliðið um kaup og kjör.

En í miðri læknisskoðun hætti Barkley við og ákvað að snúa aftur til Everton. Ótrúleg atburðarás.

Chelsea fékk þó sárabót því rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði keypti liðið ítalska varnarmanninn Davide Zappacosta frá Torino. Talið er að kaupverðið sé í kringum 23 milljónir punda.

Zappacosta, sem hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Ítalíu, getur bæði leikið sem bakvörður og vængbakvörður. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Chelsea.

Þá gæti komið staðfesting á kaupum Chelsea á Danny Drinkwater, leikmanni Leicester City, síðar í kvöld.


Tengdar fréttir

Í beinni: Gluggadagur í Englandi

Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×