Enski boltinn

Gallagher: Rétt ákvörðun að gefa Sterling rautt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Raheem Sterling
Raheem Sterling visir/epa
Dermot Gallagher, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, sagði rauða spjaldið sem Raheem Sterling fékk í leik Manchester City og Bournemouth á laugardaginn hafa verið rétta ákvörðun. 

Sterling fékk sitt annað gula spjald á 97. mínútu leiksins þegar hann henti sér inn í þvögu stuðningsmanna sem höfðu brotið sér leið niður að vellinum.

Í viðtali við SkySports sagði Gallagher: „Miðað við það sem ég hef lesið um að Mike Dean [dómari leiksins] sé að eyðileggja partýið þarf að hafa eitt á hreinu. Dean er fórnarlamb þessarar umræðu. Hann þarf að fylgja lögunum, hann getur ekki valið hvaða reglum hann fylgir.“

„Fólk hefur sagt „En þetta var á sjöundu mínútu uppbótartímans.“ Það bara skiptir engu máli hvenær atvikið á sér stað, hann verður að spjalda Steling. Ef að hann hefði ekki verið á gulu spjald værum við ekkert að ræða þetta. En hann var það og Dean aðhafðist rétt miðað við aðstæður.“

Gallagher skoðaði einnig annað atvik í leiknum þar sem Nathan Ake fékk gult spjald fyrir tæklingu á Gabriel JesusAke var þá síðasti varnarmaður og kom í veg fyrir dauðafæri hjá Jesus

Mat Gallagher er að Ake hefði átt að fá rautt spjald, en að Dean hafi gefið gult vegna þess að hann var ekki viss um hvort Ake hafi verðskuldað rautt, en þó þurft refsingu.

„Ef þú tekur Ake út úr jöfnunni hefði Jesus átt greiða leið að marki? Ég held það. Út frá staðsetningu sinni getur Dean ekki séð dýptina og er þess vegna ekki viss hver staðan er. Þú getur ekki gefið rautt spjald ef þú ert ekki viss.“

Atvikin tvö má sjá í myndbandinu hér að neðan, ásamt mörkum leiksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×