Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Eiga ekki glætu ef þeir spila svona varnarleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víkingur Ó. bauð ekki upp á merkilegan varnarleik þegar liðið steinlá fyrir KA, 5-0, á sunnudaginn.

KA-menn léku sér að heillum horfnum Ólsurum sem létu Akureyringa ekki einu sinni hafa fyrir hlutunum.

„Ef Víkingur spilar svona varnarleik eiga þeir ekki glætu. Þá eru þeir í virkilega miklu basli,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í Pepsi-mörkunum á sunnudaginn.

Guðmundur Steinn Hafsteinsson, markahæsti leikmaður Víkings í sumar, fór meiddur af velli snemma leiks gegn KA og þá var Kwame Quee í banni.

„Þá eru þeir ekki að fara gera neitt sóknarlega þannig að það er eins gott fyrir þá að standa vörnina þokkalega,“ sagði Óskar Hrafn.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Pepsi-mörkin: Steinsofandi Skagamenn

Skagamenn töpuðu 2-0 gegn Blikum í 17. umferð Pepsi-deildar karla í gær. ÍA er áfram á botni deildarinnar, nú níu stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×