Enski boltinn

Stoke gerir Wimmer að næstdýrasta leikmanni í sögu félagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kevin Wimmer fékk fá tækifæri hjá Tottenham.
Kevin Wimmer fékk fá tækifæri hjá Tottenham. vísir/getty
Stoke City hefur fest kaup á austurríska miðverðinum Kevin Wimmer frá Tottenham.

Stoke borgaði 18 milljónir punda fyrir Wimmer sem er næstdýrasti leikmaður í sögu félagsins á eftir Giannelli Imbula.

Wimmer, sem er 24 ára, kom til Tottenham frá Köln fyrir tveimur árum. Hann fékk hins vegar fá tækifæri hjá Spurs og ljóst var að þeim myndi ekki fjölga eftir að félagið keypti Davinson Sánchez frá Ajax.

Wimmer er sjöundi leikmaðurinn sem Stoke fær í sumar. Áður voru Bruno Martins Indi, Josh Tymon, Kurt Zouma, Jesé Rodríguez, Darren Fletcher og Eric Maxim Choupo-Moting komnir til félagsins.

Stoke er með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×