Lögregla vill komast í samband við fyrri farþega kafbátsins Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2017 15:36 Peter Madsen neitar því enn að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. Vísir/AFP Lögregla í Danmörku telur að sænska blaðakonan Kim Wall kunni vera á sænsku hafsvæði. Það er niðurstaða lögreglu eftir greiningu á hafstraumum síðustu sólarhringa. Þá vill lögregla einnig komast í samband við aðra sem hafi áður ferðast um borð í kafbát auðjöfursins Peter Madsen.Aftonbladet segir frá því að lögregla í Svíþjóð leiti nú meðfram strönd syðsta hluta vesturstrandar Svíþjóðar. Þetta sé gert í kjölfar greiningar á hafstraumum í Eyrarsundi og Køgeflóa frá þeim tíma sem Wall hvarf. Madsen neitar því enn að hafa banað Wall sem fór með honum í ferð í heimasmíðuðum kafbát, UC3 Nautilus. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á fimmtudag, en hún ferðaðist með bátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Greint var frá því í morgun að Madsen hafi ákveðið að áfrýja ekki 24 daga gæsluvarðhaldsúrskurði dansks dómstóls, en hann er grunaður um að hafa verið valdur að dauða Wall. Lík Wall fannst ekki um borð í kafbátnum þar sem leitað var í gær og hefur leitinni í og í við Eyrarsund verið haldið áfram í dag. Leitarsvæðið er þó stórt og nær yfir lögsögu bæði Svíþjóðar og Danmerkur. Kærasti Wall tilkynnti hvarf hennar þegar hún skilaði sér ekki heim úr ferðinni. Þegar samband náðist við Madsen í gegnum talstöð sagðist hann vera á leið aftur til hafnar. Hins vegar sökk báturinn í Køgeflóa á föstudaginn. Madsen var bjargað en Wall hefur ekki fundist.Samkvæmt SVT sagði Madsen að hann hefði hleypt Wall í land í Kaupmannahöfn á fimmtudagskvöldinu. Seinna mun hann þó hafa breytt sögu sinni og gefið lögreglu aðra útskýringu. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að bátnum hafi verið sökkt af ásettu ráði. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Neitar enn að hafa orðið blaðakonunni að bana Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurði. 14. ágúst 2017 11:40 Enn er leitað að sænskri blaðakonu Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, er í haldi lögreglu grunaður um manndráp af gáleysi. 14. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Lögregla í Danmörku telur að sænska blaðakonan Kim Wall kunni vera á sænsku hafsvæði. Það er niðurstaða lögreglu eftir greiningu á hafstraumum síðustu sólarhringa. Þá vill lögregla einnig komast í samband við aðra sem hafi áður ferðast um borð í kafbát auðjöfursins Peter Madsen.Aftonbladet segir frá því að lögregla í Svíþjóð leiti nú meðfram strönd syðsta hluta vesturstrandar Svíþjóðar. Þetta sé gert í kjölfar greiningar á hafstraumum í Eyrarsundi og Køgeflóa frá þeim tíma sem Wall hvarf. Madsen neitar því enn að hafa banað Wall sem fór með honum í ferð í heimasmíðuðum kafbát, UC3 Nautilus. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á fimmtudag, en hún ferðaðist með bátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Greint var frá því í morgun að Madsen hafi ákveðið að áfrýja ekki 24 daga gæsluvarðhaldsúrskurði dansks dómstóls, en hann er grunaður um að hafa verið valdur að dauða Wall. Lík Wall fannst ekki um borð í kafbátnum þar sem leitað var í gær og hefur leitinni í og í við Eyrarsund verið haldið áfram í dag. Leitarsvæðið er þó stórt og nær yfir lögsögu bæði Svíþjóðar og Danmerkur. Kærasti Wall tilkynnti hvarf hennar þegar hún skilaði sér ekki heim úr ferðinni. Þegar samband náðist við Madsen í gegnum talstöð sagðist hann vera á leið aftur til hafnar. Hins vegar sökk báturinn í Køgeflóa á föstudaginn. Madsen var bjargað en Wall hefur ekki fundist.Samkvæmt SVT sagði Madsen að hann hefði hleypt Wall í land í Kaupmannahöfn á fimmtudagskvöldinu. Seinna mun hann þó hafa breytt sögu sinni og gefið lögreglu aðra útskýringu. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að bátnum hafi verið sökkt af ásettu ráði.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Neitar enn að hafa orðið blaðakonunni að bana Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurði. 14. ágúst 2017 11:40 Enn er leitað að sænskri blaðakonu Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, er í haldi lögreglu grunaður um manndráp af gáleysi. 14. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Neitar enn að hafa orðið blaðakonunni að bana Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurði. 14. ágúst 2017 11:40
Enn er leitað að sænskri blaðakonu Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, er í haldi lögreglu grunaður um manndráp af gáleysi. 14. ágúst 2017 06:00