Íslenski boltinn

Óskar Hrafn: Menn eru alltaf tilbúnir að tala hann niður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Markverðir Vals og ÍA áttu ólíku gengi að fagna þegar liðin mættust í 13. umferð Pepsi-deildar karla í gær.

Ingvar Þór Kale, markvörður ÍA, fékk á sig sex mörk og leit illa út í leiknum. Á meðan hélt Anton Ari Einarsson marki Vals hreinu. Hann hafði lítið að gera en hélt einbeitingu og varði frábærlega frá Steinari Þorsteinssyni í seinni hálfleik.

„Þú getur eiginlega ekki boðið upp á þessi mörk,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi og vísaði til markanna sem Ingvar fékk á sig. Hann var öllu hrifnari af frammistöðu Antons Ara.

„Þetta er meiri háttar vel gert hjá Antoni Ara sem var búinn að vera áhorfandi allan leikinn,“ sagði Óskar Hrafn um vörslu Antons Ara frá Steinari.

„Menn eru alltaf tilbúnir að tala hann niður en mér finnst hann vera búinn að standa sig ljómandi vel.“

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Gulli Jóns: Stjórnin þarf að spá í málin

Þjálfari ÍA, Gunnlaugur Jónsson, var ekki sáttur eftir 6-0 tap sinna manna gegn toppliði Vals í Pepsi deild karla í kvöld. Hann segist ekki óttast um stöðu sína eins og er, en stjórnin þurfi að spá í málin eftir þessa útreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×