Stjórnarandstöðuleiðtogar í Venesúela handteknir Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2017 17:59 Antonio Ledezma var dreginn burt af heimili sínu á náttfötunum í nótt eins og sást á myndskeiði sem náðist af handtökunni. Vísir/AFP Fulltrúar öryggissveita stjórnvalda í Venesúela handtóku tvo leiðtoga stjórnarandstöðunnar í nótt. Mennirnir tveir voru færðir í járn á heimilum sínum. Bandaríkjastjórn sakaði í gær Nicolas Maduro, forseta Venesúela, um að taka sér einræðisvald með atkvæðagreiðslu sem fór fram í landinu um helgina. Hún lagði grunninn að nýju löggjafarþingi sem er hliðhollt Maduro. Stjórnarandstaðan er með meirihluta á þjóðþinginu. Leopoldo López og Antonio Ledezma voru báðir í stofufangelsi, sá fyrrnefndi fyrir þátt sinn í götumótmælum gegn Maduro fyrir þremur árum en sá síðarnefndi er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðinn um valdarán. Þeir eru báðir fyrrverandi borgarstjórar höfuðborgarinnar Carácas en hafa verið opinskáir andstæðingar Maduro. Reuters-fréttastofan segir að myndbönd hafi verið birt af því þegar þeir voru dregnir burt á náttfötunum. Eiginkona López sagði einræðisstjórnina hafa rænt manni sínum í færslu á Twitter. Þeir höfðu báðir hvatt til mótmæla gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Stjórnarandstaðan sniðgekk hana en hún sakar Maduro um að reyna að sölsa undir sig enn frekari völd í landinu. Maduro sakar stjórnarandstöðuna aftur á móti um að ætla að ræna sig völdum. Á að koma á ró í landinuNýja löggjafarþingið mun hafa vald til þess að breyta stjórnarskrá Venesúela og taka fram fyrir hendurnar á öðrum stofnunum ríkisins. Maduro segir að tilgangur þess sé að koma aftur á ró í landinu en 120 manns hafa látið lífið í óeirðum frá því í apríl. Bandarísk stjórnvöld samþykktu í gær refsiaðgerðir gegn Maduro. Eignir hans í Bandaríkjunum hafa verið frystar og er bandarískum fyrirtækjum og einstaklingum bannað að eiga viðskipti við hann. Tengdar fréttir Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd. 31. júlí 2017 19:49 Maduro segir refsiaðgerðirnar sýna fram á „örvæntingu og hatur“ Trump Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur tjáð sig um refsiaðgerðirnar sem Bandaríkjastjórn hefur beint gegn landinu. 1. ágúst 2017 08:33 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Fulltrúar öryggissveita stjórnvalda í Venesúela handtóku tvo leiðtoga stjórnarandstöðunnar í nótt. Mennirnir tveir voru færðir í járn á heimilum sínum. Bandaríkjastjórn sakaði í gær Nicolas Maduro, forseta Venesúela, um að taka sér einræðisvald með atkvæðagreiðslu sem fór fram í landinu um helgina. Hún lagði grunninn að nýju löggjafarþingi sem er hliðhollt Maduro. Stjórnarandstaðan er með meirihluta á þjóðþinginu. Leopoldo López og Antonio Ledezma voru báðir í stofufangelsi, sá fyrrnefndi fyrir þátt sinn í götumótmælum gegn Maduro fyrir þremur árum en sá síðarnefndi er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðinn um valdarán. Þeir eru báðir fyrrverandi borgarstjórar höfuðborgarinnar Carácas en hafa verið opinskáir andstæðingar Maduro. Reuters-fréttastofan segir að myndbönd hafi verið birt af því þegar þeir voru dregnir burt á náttfötunum. Eiginkona López sagði einræðisstjórnina hafa rænt manni sínum í færslu á Twitter. Þeir höfðu báðir hvatt til mótmæla gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Stjórnarandstaðan sniðgekk hana en hún sakar Maduro um að reyna að sölsa undir sig enn frekari völd í landinu. Maduro sakar stjórnarandstöðuna aftur á móti um að ætla að ræna sig völdum. Á að koma á ró í landinuNýja löggjafarþingið mun hafa vald til þess að breyta stjórnarskrá Venesúela og taka fram fyrir hendurnar á öðrum stofnunum ríkisins. Maduro segir að tilgangur þess sé að koma aftur á ró í landinu en 120 manns hafa látið lífið í óeirðum frá því í apríl. Bandarísk stjórnvöld samþykktu í gær refsiaðgerðir gegn Maduro. Eignir hans í Bandaríkjunum hafa verið frystar og er bandarískum fyrirtækjum og einstaklingum bannað að eiga viðskipti við hann.
Tengdar fréttir Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd. 31. júlí 2017 19:49 Maduro segir refsiaðgerðirnar sýna fram á „örvæntingu og hatur“ Trump Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur tjáð sig um refsiaðgerðirnar sem Bandaríkjastjórn hefur beint gegn landinu. 1. ágúst 2017 08:33 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00
41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48
Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd. 31. júlí 2017 19:49
Maduro segir refsiaðgerðirnar sýna fram á „örvæntingu og hatur“ Trump Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur tjáð sig um refsiaðgerðirnar sem Bandaríkjastjórn hefur beint gegn landinu. 1. ágúst 2017 08:33