Stjórnarandstöðuleiðtogar í Venesúela handteknir Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2017 17:59 Antonio Ledezma var dreginn burt af heimili sínu á náttfötunum í nótt eins og sást á myndskeiði sem náðist af handtökunni. Vísir/AFP Fulltrúar öryggissveita stjórnvalda í Venesúela handtóku tvo leiðtoga stjórnarandstöðunnar í nótt. Mennirnir tveir voru færðir í járn á heimilum sínum. Bandaríkjastjórn sakaði í gær Nicolas Maduro, forseta Venesúela, um að taka sér einræðisvald með atkvæðagreiðslu sem fór fram í landinu um helgina. Hún lagði grunninn að nýju löggjafarþingi sem er hliðhollt Maduro. Stjórnarandstaðan er með meirihluta á þjóðþinginu. Leopoldo López og Antonio Ledezma voru báðir í stofufangelsi, sá fyrrnefndi fyrir þátt sinn í götumótmælum gegn Maduro fyrir þremur árum en sá síðarnefndi er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðinn um valdarán. Þeir eru báðir fyrrverandi borgarstjórar höfuðborgarinnar Carácas en hafa verið opinskáir andstæðingar Maduro. Reuters-fréttastofan segir að myndbönd hafi verið birt af því þegar þeir voru dregnir burt á náttfötunum. Eiginkona López sagði einræðisstjórnina hafa rænt manni sínum í færslu á Twitter. Þeir höfðu báðir hvatt til mótmæla gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Stjórnarandstaðan sniðgekk hana en hún sakar Maduro um að reyna að sölsa undir sig enn frekari völd í landinu. Maduro sakar stjórnarandstöðuna aftur á móti um að ætla að ræna sig völdum. Á að koma á ró í landinuNýja löggjafarþingið mun hafa vald til þess að breyta stjórnarskrá Venesúela og taka fram fyrir hendurnar á öðrum stofnunum ríkisins. Maduro segir að tilgangur þess sé að koma aftur á ró í landinu en 120 manns hafa látið lífið í óeirðum frá því í apríl. Bandarísk stjórnvöld samþykktu í gær refsiaðgerðir gegn Maduro. Eignir hans í Bandaríkjunum hafa verið frystar og er bandarískum fyrirtækjum og einstaklingum bannað að eiga viðskipti við hann. Tengdar fréttir Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd. 31. júlí 2017 19:49 Maduro segir refsiaðgerðirnar sýna fram á „örvæntingu og hatur“ Trump Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur tjáð sig um refsiaðgerðirnar sem Bandaríkjastjórn hefur beint gegn landinu. 1. ágúst 2017 08:33 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Fulltrúar öryggissveita stjórnvalda í Venesúela handtóku tvo leiðtoga stjórnarandstöðunnar í nótt. Mennirnir tveir voru færðir í járn á heimilum sínum. Bandaríkjastjórn sakaði í gær Nicolas Maduro, forseta Venesúela, um að taka sér einræðisvald með atkvæðagreiðslu sem fór fram í landinu um helgina. Hún lagði grunninn að nýju löggjafarþingi sem er hliðhollt Maduro. Stjórnarandstaðan er með meirihluta á þjóðþinginu. Leopoldo López og Antonio Ledezma voru báðir í stofufangelsi, sá fyrrnefndi fyrir þátt sinn í götumótmælum gegn Maduro fyrir þremur árum en sá síðarnefndi er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðinn um valdarán. Þeir eru báðir fyrrverandi borgarstjórar höfuðborgarinnar Carácas en hafa verið opinskáir andstæðingar Maduro. Reuters-fréttastofan segir að myndbönd hafi verið birt af því þegar þeir voru dregnir burt á náttfötunum. Eiginkona López sagði einræðisstjórnina hafa rænt manni sínum í færslu á Twitter. Þeir höfðu báðir hvatt til mótmæla gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Stjórnarandstaðan sniðgekk hana en hún sakar Maduro um að reyna að sölsa undir sig enn frekari völd í landinu. Maduro sakar stjórnarandstöðuna aftur á móti um að ætla að ræna sig völdum. Á að koma á ró í landinuNýja löggjafarþingið mun hafa vald til þess að breyta stjórnarskrá Venesúela og taka fram fyrir hendurnar á öðrum stofnunum ríkisins. Maduro segir að tilgangur þess sé að koma aftur á ró í landinu en 120 manns hafa látið lífið í óeirðum frá því í apríl. Bandarísk stjórnvöld samþykktu í gær refsiaðgerðir gegn Maduro. Eignir hans í Bandaríkjunum hafa verið frystar og er bandarískum fyrirtækjum og einstaklingum bannað að eiga viðskipti við hann.
Tengdar fréttir Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd. 31. júlí 2017 19:49 Maduro segir refsiaðgerðirnar sýna fram á „örvæntingu og hatur“ Trump Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur tjáð sig um refsiaðgerðirnar sem Bandaríkjastjórn hefur beint gegn landinu. 1. ágúst 2017 08:33 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00
41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48
Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd. 31. júlí 2017 19:49
Maduro segir refsiaðgerðirnar sýna fram á „örvæntingu og hatur“ Trump Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur tjáð sig um refsiaðgerðirnar sem Bandaríkjastjórn hefur beint gegn landinu. 1. ágúst 2017 08:33