Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2017 19:49 Nicolas Maduro, forseti Venesúela, er sakaður um að sölsa undir sig völd með ólögmætum hætti. Vísir/AFP Ríkisstjórn Bandaríkjanna ætlar að beita Nicolas Maduro, forseta Venesúela, refsiaðgerðum fyrir að grafa undan lýðræðinu í heimalandi sínu. Segir hún Maduro vera „einræðisherra“. Ákvörðun bandarískra stjórnvalda kemur eftir atkvæðagreiðslu til stjórnlagaþings sem haldin var í Venesúela um helgina. Stjórnarandstaðan í landinu, sem er með meirihluta í þjóðþinginu, sniðgekk kosningarnar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Tíu manns létust í mótmælum í kringum kosningarnar sem andstæðingar Maduro telja skrípaleik. Stjórnarandstaðan segir að 88% kjósenda hafi setið heima en Maduro kallaði kosningarnar „atkvæði fyrir byltinguna“. Washington Post segir að tilgangur atkvæðagreiðslunnar hafi verið að skipta þinginu út fyrir annað sem er Maduro vilhollt og styrkja stöðu hans. Donald Trump Bandaríkjaforseti og fleiri þjóðarleiðtogar höfðu varað Maduro við að láta atkvæðagreiðsluna fara fram. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sakaði Maduro um að vera einræðisherra sem hunsaði vilja venesúelönsku þjóðarinnar. Bandarískum fyrirtækjum og einstaklingum verður nú bannað að eiga viðskipti við Maduro. Reuters-fréttastofan segir að refsiaðgerðirnar beinist á engan hátt gegn olíuiðnaði Venesúela. Það komi hins vegar til greina þegar fram líða stundir. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld beitt þrettán háttsetta embættismenn í Venesúela sambærilegum refsiaðgerðum. Tengdar fréttir Lögreglumenn köstuðust af bifhjólum sínum í sprengjuárás í Caracas Myndband náðist af því þegar sprengjan sprakk í Caracas og má heyra hvernig fólk klappar saman höndunum áður en ringulreið skapast. 31. júlí 2017 11:04 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna ætlar að beita Nicolas Maduro, forseta Venesúela, refsiaðgerðum fyrir að grafa undan lýðræðinu í heimalandi sínu. Segir hún Maduro vera „einræðisherra“. Ákvörðun bandarískra stjórnvalda kemur eftir atkvæðagreiðslu til stjórnlagaþings sem haldin var í Venesúela um helgina. Stjórnarandstaðan í landinu, sem er með meirihluta í þjóðþinginu, sniðgekk kosningarnar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Tíu manns létust í mótmælum í kringum kosningarnar sem andstæðingar Maduro telja skrípaleik. Stjórnarandstaðan segir að 88% kjósenda hafi setið heima en Maduro kallaði kosningarnar „atkvæði fyrir byltinguna“. Washington Post segir að tilgangur atkvæðagreiðslunnar hafi verið að skipta þinginu út fyrir annað sem er Maduro vilhollt og styrkja stöðu hans. Donald Trump Bandaríkjaforseti og fleiri þjóðarleiðtogar höfðu varað Maduro við að láta atkvæðagreiðsluna fara fram. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sakaði Maduro um að vera einræðisherra sem hunsaði vilja venesúelönsku þjóðarinnar. Bandarískum fyrirtækjum og einstaklingum verður nú bannað að eiga viðskipti við Maduro. Reuters-fréttastofan segir að refsiaðgerðirnar beinist á engan hátt gegn olíuiðnaði Venesúela. Það komi hins vegar til greina þegar fram líða stundir. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld beitt þrettán háttsetta embættismenn í Venesúela sambærilegum refsiaðgerðum.
Tengdar fréttir Lögreglumenn köstuðust af bifhjólum sínum í sprengjuárás í Caracas Myndband náðist af því þegar sprengjan sprakk í Caracas og má heyra hvernig fólk klappar saman höndunum áður en ringulreið skapast. 31. júlí 2017 11:04 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Lögreglumenn köstuðust af bifhjólum sínum í sprengjuárás í Caracas Myndband náðist af því þegar sprengjan sprakk í Caracas og má heyra hvernig fólk klappar saman höndunum áður en ringulreið skapast. 31. júlí 2017 11:04
41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48