Enski boltinn

The Times segir Gylfa nálgast Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. vísir/getty
Ronald Koeman, stjóri Everton, hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á Gylfa Þór Sigurðssyni og líkur eru á að aðilar séu að þokast nær samkomulagi um félagaskipti hans. Þetta er fullyrt í breska dagblaðinu The Times í dag.

Gylfi hefur verið í lykilhlutverki hjá Swansea síðustu árin og átti risastóran þátt í því að félagið bjargað sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Hann hefur verið sterklega orðaður við Everton í sumar. Eftir að sumarfríi Gylfa lauk baðst hann undan því að fara í æfingaferð með Swansea til Bandaríkjanna og hann mun ekki spila með liðinu í æfingaleik gegn Sampdoria í dag.

Swansea vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa Þór, jafnvirði 6,8 milljarða króna. Samkvæmt frétt The Times vill Koeman að búið verið að ganga frá kaupunum í byrjun næstu viku.

The Times segir að viðræður á milli félaganna séu hafnar á ný en hingað til hefur Swansea hafnað öllum tilboðum í Gylfa, þar af tveimur frá Everton. Paul Clement, stjóri Swansea, sagði nýlega að hann vonaðist til að mál Gylfa leysist fljótlega og þá virðast liðsfélagar hans búnir að sætta sig við að hann sé á leið til Everton.


Tengdar fréttir

Britton telur að Gylfi fari til Everton

Leon Britton, samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Swansea, segir að baráttan um íslenska landsliðsmanninn sé líklega töpuð.

Sjáið Gylfa á æfingu hjá Swansea | Myndband

Gylfi Þór Sigurðsson er þessa stundina á æfingu hjá Swansea City og velska félagið býður stuðningsmönnum sínum og öðrum áhugasömum upp á það að fylgjast með æfingunni í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×