Enski boltinn

Sögusagnir um að Swansea hafi samþykkt 48 milljóna tilboð Everton í Gylfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. vísir/getty
Það lítur út fyrir að eitthvað sé að gerast í málum Gylfa Þórs Sigurðssonar en á samfélagsmiðlum flýgur nú saga að Swansea sé búið að samþykkja 48 milljón punda tilboð Everton í Gylfa.

Steve Williams segist á Twitter-síðu sinni hafa heimildir fyrir því að velska félagið sé tilbúið að selja Gylfa fyrir þessa upphæð en Swansea City hafði áður hafnað 45 milljóna tilboði frá Everton.

Fréttamaður 101 great goals tekur þetta upp og vitnar í færslu Williams og í kjölfarið hefur fréttin borist um alla Twitter-heima.

Everton agree £48m fee with Swansea for Gylfi Sigurdsson https://t.co/qG2QZeold1pic.twitter.com/ul0g6H0UZC

Félögin hafa ekki staðfest þessar fréttir né heldur stærstu fréttamiðlar í Bretlandi.

Það bendir hinsvegar margt til þess að eitthvað sé að gerast og að Gylfi gæti verið orðinn leikmaður Everton áður en Verslunarmannahelgin er liðin.

Gylfi sjálfur hefur sóst eftir því að fara til Everton eftir að knattspyrnustjórinn Ronaldo Koeman sýndi honum svona mikinn áhuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×