Gústi Gylfa: Fúlt að fá ekki víti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. júlí 2017 22:41 Ágúst Gylfason var þungur á brún í kvöld. vísir/ernir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var að vonum ekki sáttur með 2-0 tap sinna manna gegn KR í Pepsi deildinni í kvöld. Liðin áttust við á Alvogenvellinum í Vesturbænum, en leikurinn var hluti af 10. umferð deildarinnar og átti hann upphaflega að fara fram í byrjun mánaðarins. „Það er súrt að tapa, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga fyrstu færin, og hugsanlega átt að fá víti, fúlt að vera ekki búnir að skora. Eftir það þá gengu KR-ingar á lagið og voru betri það sem eftir lifir leiks í rauninni.“ „Ég sá það ekki nógu vel, en það voru fullt af augum sem sáu það og vildu fá víti. Frekar fúlt að hafa ekki fengið það, en það er erfitt að biðja um eitthvað,“ sagði Ágúst, aðspurður um atvik sem átti sér stað á 12. mínútu leiksins þegar Gunnar Þór Gunnarsson virðist brjóta á Marcus Solberg Mathiasen inni í eigin vítateig. Heilt yfir vildi Ágúst þó ekki meina að frammistaða sinna manna hafi verið alslæm, „Það var mikil barátta og við hlupum mikið, sérstaklega í 35 mínútur. Þá var rosalega mikill kraftur í okkur og KR-ingar lentu í töluverðum vandræðum. Eftir það, þegar KR náðu sínu spili, þá opnaðist þetta. Mörkin sem þeir skora eru fyrir utan teig og kannski smá heppnisstimpill yfir þeim. Þeir fengu eitthvað af færum en við fengum líka fullt af færum. “ Serbinn Igor Taskovic kom til Fjölnis í janúar, en hefur nú yfirgefið herbúðir félagsins. „Já, hann er farinn frá okkur allavega og er að leita sér, eða hugsanlega að fara heim. No comment með það,“ sagði Ágúst aðspurður hver staðan væri á málum Taskovic. Fjölnir mætir í Kópavoginn í heimsókn til Blika í næstu umferð. Sá leikur fer fram á mánudagskvöld. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, en þau eru jöfn að stigum ásamt Víkingi Reykjavík og KA í 6.-9. sæti. „Við þurfum að hugsa aðeins út í þennan, hvað fór úrskeiðis í dag. Það er stutt í næsta leik. Þetta var frestaður leikur sem við hefðum viljað fá meira úr, en það er bara næsti leikur.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Fjölnir 2-0 | KR-ingar upp í 5. sætið | Sjáðu mörkin KR vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið lagði Fjölni að velli í Vesturbænum í kvöld. 27. júlí 2017 22:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var að vonum ekki sáttur með 2-0 tap sinna manna gegn KR í Pepsi deildinni í kvöld. Liðin áttust við á Alvogenvellinum í Vesturbænum, en leikurinn var hluti af 10. umferð deildarinnar og átti hann upphaflega að fara fram í byrjun mánaðarins. „Það er súrt að tapa, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga fyrstu færin, og hugsanlega átt að fá víti, fúlt að vera ekki búnir að skora. Eftir það þá gengu KR-ingar á lagið og voru betri það sem eftir lifir leiks í rauninni.“ „Ég sá það ekki nógu vel, en það voru fullt af augum sem sáu það og vildu fá víti. Frekar fúlt að hafa ekki fengið það, en það er erfitt að biðja um eitthvað,“ sagði Ágúst, aðspurður um atvik sem átti sér stað á 12. mínútu leiksins þegar Gunnar Þór Gunnarsson virðist brjóta á Marcus Solberg Mathiasen inni í eigin vítateig. Heilt yfir vildi Ágúst þó ekki meina að frammistaða sinna manna hafi verið alslæm, „Það var mikil barátta og við hlupum mikið, sérstaklega í 35 mínútur. Þá var rosalega mikill kraftur í okkur og KR-ingar lentu í töluverðum vandræðum. Eftir það, þegar KR náðu sínu spili, þá opnaðist þetta. Mörkin sem þeir skora eru fyrir utan teig og kannski smá heppnisstimpill yfir þeim. Þeir fengu eitthvað af færum en við fengum líka fullt af færum. “ Serbinn Igor Taskovic kom til Fjölnis í janúar, en hefur nú yfirgefið herbúðir félagsins. „Já, hann er farinn frá okkur allavega og er að leita sér, eða hugsanlega að fara heim. No comment með það,“ sagði Ágúst aðspurður hver staðan væri á málum Taskovic. Fjölnir mætir í Kópavoginn í heimsókn til Blika í næstu umferð. Sá leikur fer fram á mánudagskvöld. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, en þau eru jöfn að stigum ásamt Víkingi Reykjavík og KA í 6.-9. sæti. „Við þurfum að hugsa aðeins út í þennan, hvað fór úrskeiðis í dag. Það er stutt í næsta leik. Þetta var frestaður leikur sem við hefðum viljað fá meira úr, en það er bara næsti leikur.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Fjölnir 2-0 | KR-ingar upp í 5. sætið | Sjáðu mörkin KR vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið lagði Fjölni að velli í Vesturbænum í kvöld. 27. júlí 2017 22:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fjölnir 2-0 | KR-ingar upp í 5. sætið | Sjáðu mörkin KR vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið lagði Fjölni að velli í Vesturbænum í kvöld. 27. júlí 2017 22:30