Enski boltinn

Viðræður um Gylfa sagðar hafa kólnað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er enn í Wales.
Gylfi Þór Sigurðsson er enn í Wales. Vísir/Getty
Velski miðilinn Wales Online sagði frá því í gærkvöldi að ólíklegt væri að Gylfi Þór Sigurðsson færi til EVerton úr þessu.

Eins og mikið hefur verið fjallað um hefur Everton lengi haft augastað á Gylfa, ekki síst knattspyrnustjórinn Ronald Koeman.

Everton bauð síðast á mánudag 45 milljónir punda í Gylfa en tilboðinu var hafnað, segir í fréttinni.

Enn fremur segir að Swansea ætli ekki að sætta sig við neitt minna en 50 milljónir punda fyrir Gylfa en að Koeman og forráðamenn Everton séu ekki reiðubúnir að teygja sig það langt.

Sjá einnig: Gylfi æfði á ný með liðsfélögum sínum í dag| Koeman ekki viss um hvort að það komi annað tilboð

Svo virðist vera sem að Gylfi hafi áhuga á að fara sjálfur til Everton en hann ákvað að fara ekki í æfingaferð Swansea til Bandaríkjanna fyrr í þessum mánuði. Hugarástand hans þótti ekki gefa tilefni til þess.

Miðlar í Liverpool og Wales fylgjast áfram grannt með gangi mála. Blaðamaður Liverpool Echo segir að frétt Wales Online komi sér á óvart, enda beri það lítið á milli aðilanna.

„Swansea hefur verið skýrt með hvað það vill fá fyrir Gylfa, Everton er ekki langt frá því og leikmaðurinn vill fara. Það hlýtur að vera hægt að komast að samkomulagi?“


Tengdar fréttir

Stór dagur fyrir Gylfa í dag

Aðallið Swansea mætir aftur til æfinga í heimabyggð í dag og þar verða mál Gylfa Þórs Sigurðssonar í brennidepli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×