Enski boltinn

Wenger: Sanchez verður áfram

Elías Orri Njarðarson skrifar
Sanchez á ferðinni með Arsenal í úrslitaleik FA-bikarsins á móti Chelsea, á síðasta tímabili
Sanchez á ferðinni með Arsenal í úrslitaleik FA-bikarsins á móti Chelsea, á síðasta tímabili Visir/Getty
Arsene Wenger hefur gefið það út að Alexis Sanchez verði áfram hjá liðinu en miklar vangaveltur hafa verið um framtíð sóknarmannsins undanfarið.

Sanchez, sem var ekki með í 5-2 sigri Arsenal á Benfica í gær, hefur verið sagður vera á förum frá Arsenal.

Hinsvegar eftir leikinn í gær sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, að hann væri gallharður á því að Alexis Sanchez myndi ekki yfirgefa félagið.

Sílebúinn knái hafði nælt sér í kvef fyrir leikinn og þess vegna var hann ekki með í sigrinum í gær en Wenger sagði að Sanchez komi til baka eftir veikindin á þriðjudaginn.

Sanchez kom til Arsenal frá Barcelona árið 2014 og hefur leiki 103 leiki fyrir félagið og skorað 53 mörk. Ásamt því hefur hann spilað 115 landsleiki fyrir Síle og skorað 38 mörk.

Spennandi verður að sjá hvort orð Wenger séu sönn en Sanchez hafði gefið það út að hann vildi spila með liði sem myndi leika í Meistaradeild Evrópu á komandi tímabili.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×