Enski boltinn

Arsenal valtaði yfir Benfica

Elías Orri Njarðarson skrifar
Theo Walcott skoraði tvö mörk í dag
Theo Walcott skoraði tvö mörk í dag visir/getty
Arsenal tóku á móti Benfica á Emirates-vellinum í Lundúnum í dag. Bæði lið stilltu upp sterkum byrjunarliðum og vonast var eftir hörkuleik.

Sú var rauninn því strax á 10. mínútu komust gestirnir yfir með marki frá Cervi eftir að skot hans hafði farið af Per Mertersacker, varnarmanni Arsenal, og í netið.

Theo Walcott jafnaði svo metin fjórtán mínútum seinna eftir að varnarmenn Benfica sýndu mikinn sofandahátt sem Walcott nýtti sér. Staðan orðin 1-1 eftir aðeins 25. mínútna leik.

Walcott var svo aftur á ferðinni á 32. mínútu eftir sendingu frá Francis Coquelin, staðan orðin 2-1 fyrir Arsenal.

Eduardo Salvio jafnaði svo metin fyrir Benfica á 40. mínútu eftir að Per Mertersacker gerði sig sekan um slæm mistök, þegar hann missti boltann rétt fyrir utan eigin vítateig, sem leikmenn Benfica nýttu sér.

Staðan var 2-2 þegar að blásið var til loka fyrri hálfeiks.

Þegar að sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum komust Arsenal yfir í leiknum 3-2 eftir að Lisandro Lopez setti boltann í eigið mark.

Oliver Giroud var svo á ferðinni á 63. mínútu þegar að hann bætti fjórða marki Arsenal við eftir sendingu frá Reiss Nelson.

Sjö mínútum eftir markið frá Giroud var komið að Alex Iwobi að skora. Hann skoraði fimmta mark Arsenal eftir að Giroud gerði vel í að halda boltanum með varnarmann í sér og lagði hann svo á Iwobi sem kláraði vel.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í þessum bráðskemmtilega leik og lauk honum með 5-2 sigri Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×