Lífverðir forsetans segja lögmann hans fara með rangt mál Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2017 06:42 Donald Trump yngri og systir hans Ivanka. Vísir/Getty Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna [e. Secret service], segist ekki hafa gefið grænt ljós á fund Trump yngri, sem fundaði árið 2016 með rússneskum lögfræðingi og málafylgjumanni sem starfaði áður í leyniþjónustu Sovétríkjanna. Fyrir fundinn fékk Trump þau skilaboð að markmið hans væri að koma skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í hendur starfsmanna framboðs Trump eldri. Það væri liður í áætlun stjórnvalda í Rússlandi að styðja við bakið á Trump. Trump yngri birti tölvupósta í síðustu viku, sem staðfesta þetta. Bæði hann og lögfræðingurinn, Natalia Veselnitskaya, neita því að slíkar upplýsingar hafi verið ræddar á fundi þeirra.Uppljóstranir New York Times um fundinn voru tilefni þess að Trump birti póstana. Á dögunum áður hafði hann verið margsaga um fundinn sjálfan.Lögmaður Trump eldri sagði í gær að lífverðir forsetans hefðu leyft fundi Trump yngri að fara fram, en fundurinn var í Trump-turninum í New York. „Ég velti fyrir mér, ef þetta var svona skaðlegt, af hverju lífverðir forsetans hleyptu þessu fólki inn. Forsetinn var undir þeirra vernd á þessum tíma og þetta atriði kveikti spurningar hjá mér,“ sagði Jay Sekulow, einn af lögmönnum forsetans í gær.Lífverðirnir segja þetta þó ekki rétt. Trump yngri hafi ekki notið verndar þeirra í júní 2016, þegar fundurinn fór fram, og ekkert tilefni hafi verið til að taka fólk sem hann fundaði með til skoðunar. Forsetinn sjálfur naut verndar lífvarðanna en ekki starfsmenn framboðs hans.Sérstakur saksóknari og nokkrar þingnefndir rannsaka nú afskipti stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningum Bandaríkjanna í fyrra og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim. Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 „Lygi eftir lygi eftir lygi“ Fréttaþulur Fox News hélt reiðilestur um blekkingarleik Donalds Trump og félaga vegna frétta af tengslum við Rússa í útsendingu í gær. Stöðin hefur almennt verið forsetanum vilholl. 15. júlí 2017 10:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sjá meira
Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna [e. Secret service], segist ekki hafa gefið grænt ljós á fund Trump yngri, sem fundaði árið 2016 með rússneskum lögfræðingi og málafylgjumanni sem starfaði áður í leyniþjónustu Sovétríkjanna. Fyrir fundinn fékk Trump þau skilaboð að markmið hans væri að koma skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í hendur starfsmanna framboðs Trump eldri. Það væri liður í áætlun stjórnvalda í Rússlandi að styðja við bakið á Trump. Trump yngri birti tölvupósta í síðustu viku, sem staðfesta þetta. Bæði hann og lögfræðingurinn, Natalia Veselnitskaya, neita því að slíkar upplýsingar hafi verið ræddar á fundi þeirra.Uppljóstranir New York Times um fundinn voru tilefni þess að Trump birti póstana. Á dögunum áður hafði hann verið margsaga um fundinn sjálfan.Lögmaður Trump eldri sagði í gær að lífverðir forsetans hefðu leyft fundi Trump yngri að fara fram, en fundurinn var í Trump-turninum í New York. „Ég velti fyrir mér, ef þetta var svona skaðlegt, af hverju lífverðir forsetans hleyptu þessu fólki inn. Forsetinn var undir þeirra vernd á þessum tíma og þetta atriði kveikti spurningar hjá mér,“ sagði Jay Sekulow, einn af lögmönnum forsetans í gær.Lífverðirnir segja þetta þó ekki rétt. Trump yngri hafi ekki notið verndar þeirra í júní 2016, þegar fundurinn fór fram, og ekkert tilefni hafi verið til að taka fólk sem hann fundaði með til skoðunar. Forsetinn sjálfur naut verndar lífvarðanna en ekki starfsmenn framboðs hans.Sérstakur saksóknari og nokkrar þingnefndir rannsaka nú afskipti stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningum Bandaríkjanna í fyrra og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 „Lygi eftir lygi eftir lygi“ Fréttaþulur Fox News hélt reiðilestur um blekkingarleik Donalds Trump og félaga vegna frétta af tengslum við Rússa í útsendingu í gær. Stöðin hefur almennt verið forsetanum vilholl. 15. júlí 2017 10:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
„Lygi eftir lygi eftir lygi“ Fréttaþulur Fox News hélt reiðilestur um blekkingarleik Donalds Trump og félaga vegna frétta af tengslum við Rússa í útsendingu í gær. Stöðin hefur almennt verið forsetanum vilholl. 15. júlí 2017 10:50
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58
Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00