Erlent

Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Donald Trump yngri klappar föður sínum á bakið á síðasta kosningafundi frambjóðandans, kvöldið fyrir kosningar.
Donald Trump yngri klappar föður sínum á bakið á síðasta kosningafundi frambjóðandans, kvöldið fyrir kosningar. Vísir/AFP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. Hann segir að í raun virki starfsemi ríkisstjórnar sinnar fullkomlega.

Þetta kom fram í viðtali við Trump á Reuters. Þar varði hann jafnframt son sinn og alnafna sem sakaður hefur verið um að hafa leitað til Rússa í þeirri von um að fá gögn sem gætu komið óorði á Hillary Trump, mótframbjóðanda föður síns.

 

Bandarískir fjölmiðlar hafa lýst ástandinu í Hvíta húsinu vegna þessara frétta sem algjöru öngþveiti en Trump hafnar því og segir ásakanirnar á hendur syni sínum runnar undan rifjum demókrata.

Trump bætti því við að margir hefðu gert það sama og sonur hans, en aðspurður sagðist hann ekki hafa vitað af fundi sonar síns og rússnesks lögfræðings fyrr en nú fyrir skömmu.

Demókratar hafa ekki tekið þessum nýju upplýsingum af léttúð en nokkrir þeirra hafa bendlað forsetasoninn við landráð.


Tengdar fréttir

Segist ekki hafa sagt pabba sínum

Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.

Trump segir soninn opinn og saklausan

Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×