Trump segir soninn opinn og saklausan 13. júlí 2017 06:00 Donald Trump yngri hefur orðið fyrir barðinu á miklum nornaveiðum að sögn föður hans. vísir/afp Rannsókn á og umfjöllun um tengsl rússneska ríkisins við forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Þessu tísti forsetinn í gær. Donald Trump yngri er mikið til umfjöllunar í Bandaríkjunum, sem og víðar, vegna fundar sem hann sótti í júní á síðasta ári með lögfræðingi er hefur tengsl við rússnesku ríkisstjórnina. Var boðað til fundarins á þeim forsendum að lögfræðingurinn byggi yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps eldri. The New York Times upplýsti Trump yngri um að blaðið ætlaði að birta tölvupóstsamskipti hans við Rob Goldstone, upplýsingafulltrúann sem kom fundinum á. Birti Trump yngri tölvupóstana sjálfur á Twitter. Í þeim sagði forsetasonurinn að hann yrði hæstánægður með að fá téðar upplýsingar. Jafnframt upplýsti Goldstone Trump yngri um að upplýsingarnar væru „liður í stuðningi Rússlands og ríkisstjórnar þess við framboð Donalds Trump“. Fyrrnefnt tíst Bandaríkjaforseta var sent út í kjölfar viðtals sonarins á sjónvarpsstöðinni Fox News. „Sonur minn, Donald, stóð sig vel í gærkvöldi. Hann var opinskár, gagnsær og saklaus. Þetta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögunni. Sorglegt!“ tísti forseti Bandaríkjanna. „Af hverju eru Demókratar ekki meðhöndlaðir á sama hátt? Sjáið hvað Hillary Clinton virðist hafa komist upp með. Skammarlegt!“ tísti Trump síðar um daginn.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.vísir/afpSagði sonurinn í viðtalinu, sem Sean Hannity tók, að hann hefði aldrei sagt föður sínum frá fundinum. „Þetta var svo mikið ekkert. Það var ekkert að segja. Ég meina, ég hefði ekki munað eftir þessu áður en fjölmiðlar fóru að garfa í málinu. Þetta var bara tuttugu mínútna tímasóun, sem er synd.“ Trump yngri sagði jafnframt að hann myndi standa á annan hátt að hlutunum, fengi hann einhverju um það ráðið. „Einhver sendi mér tölvupóst. Ég ræð ekki hvað einhver sendir mér. Ég les það og sendi viðeigandi svar,“ sagði Trump yngri. Dmítrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, hefur sjálfur neitað tengslum ríkisstjórnarinnar við lögfræðinginn sem sótti fundinn og það hefur lögfræðingurinn sjálfur einnig gert. Demókratar taka þessum nýju upplýsingum ekki af léttúð. Þannig hafa allnokkrir þeirra bendlað forsetasoninn við landráð. Meðal annars öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, sem var varaforsetaefni Clinton. „Það er ekkert sannað enn. En þetta er orðið meira en bara spurningin um að hindra framgang réttvísinnar. Þetta fer að nálgast meinsæri og jafnvel landráð,“ sagði Kaine. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Seth Moulton tók í sama streng. „Ef þetta eru ekki landráð veit ég ekki hvað.“ Enn sem komið er hafa Repúblikanar lítið viljað tjá sig um málið og vísa samkvæmt The Wall Street Journal frekar á þá er fara með rannsókn á áhrifum Rússa á forsetakosningarnar. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Rannsókn á og umfjöllun um tengsl rússneska ríkisins við forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Þessu tísti forsetinn í gær. Donald Trump yngri er mikið til umfjöllunar í Bandaríkjunum, sem og víðar, vegna fundar sem hann sótti í júní á síðasta ári með lögfræðingi er hefur tengsl við rússnesku ríkisstjórnina. Var boðað til fundarins á þeim forsendum að lögfræðingurinn byggi yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps eldri. The New York Times upplýsti Trump yngri um að blaðið ætlaði að birta tölvupóstsamskipti hans við Rob Goldstone, upplýsingafulltrúann sem kom fundinum á. Birti Trump yngri tölvupóstana sjálfur á Twitter. Í þeim sagði forsetasonurinn að hann yrði hæstánægður með að fá téðar upplýsingar. Jafnframt upplýsti Goldstone Trump yngri um að upplýsingarnar væru „liður í stuðningi Rússlands og ríkisstjórnar þess við framboð Donalds Trump“. Fyrrnefnt tíst Bandaríkjaforseta var sent út í kjölfar viðtals sonarins á sjónvarpsstöðinni Fox News. „Sonur minn, Donald, stóð sig vel í gærkvöldi. Hann var opinskár, gagnsær og saklaus. Þetta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögunni. Sorglegt!“ tísti forseti Bandaríkjanna. „Af hverju eru Demókratar ekki meðhöndlaðir á sama hátt? Sjáið hvað Hillary Clinton virðist hafa komist upp með. Skammarlegt!“ tísti Trump síðar um daginn.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.vísir/afpSagði sonurinn í viðtalinu, sem Sean Hannity tók, að hann hefði aldrei sagt föður sínum frá fundinum. „Þetta var svo mikið ekkert. Það var ekkert að segja. Ég meina, ég hefði ekki munað eftir þessu áður en fjölmiðlar fóru að garfa í málinu. Þetta var bara tuttugu mínútna tímasóun, sem er synd.“ Trump yngri sagði jafnframt að hann myndi standa á annan hátt að hlutunum, fengi hann einhverju um það ráðið. „Einhver sendi mér tölvupóst. Ég ræð ekki hvað einhver sendir mér. Ég les það og sendi viðeigandi svar,“ sagði Trump yngri. Dmítrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, hefur sjálfur neitað tengslum ríkisstjórnarinnar við lögfræðinginn sem sótti fundinn og það hefur lögfræðingurinn sjálfur einnig gert. Demókratar taka þessum nýju upplýsingum ekki af léttúð. Þannig hafa allnokkrir þeirra bendlað forsetasoninn við landráð. Meðal annars öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, sem var varaforsetaefni Clinton. „Það er ekkert sannað enn. En þetta er orðið meira en bara spurningin um að hindra framgang réttvísinnar. Þetta fer að nálgast meinsæri og jafnvel landráð,“ sagði Kaine. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Seth Moulton tók í sama streng. „Ef þetta eru ekki landráð veit ég ekki hvað.“ Enn sem komið er hafa Repúblikanar lítið viljað tjá sig um málið og vísa samkvæmt The Wall Street Journal frekar á þá er fara með rannsókn á áhrifum Rússa á forsetakosningarnar.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent