Íslenski boltinn

Sá markahæsti sagði landsliðskonu vera heilalausa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sandra María Jessen og Andri Rúnar Bjarnason.
Sandra María Jessen og Andri Rúnar Bjarnason. vísir/eyþór & andri

Markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla, Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason, missti sig aðeins á Twitter í dag eftir leik Breiðabliks og Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna.

Andri gagnrýndi Söndru Maríu Jessen, framherja Þórs/KA, fyrir að „læka“ tíst þar sem gagnrýnt er að markvörður Þórs/KA hafi ekki verið valin í landsliðið heldur hafi markvörður Breiðabliks verið valin. Sandra er í landsliðinu rétt eins og markvörður Blika.

„Frábært hjá Söndru Jessen að læka þetta tweet. Verandi sjálf í hópnum með Sonný. #heilalaus“ skrifaði Andri Rúnar á Twitter og Sandra svaraði honum.

Tístið umtalaða.

„Báðir frábærir markmenn sem eiga skilið að vera í hópnum. Ætla ekki að taka neitt af Sonný,“ svaraði Sandra.

Andri viðurkenndi síðar í kvöld að hafa gengið of langt er hann kallaði Söndru heilalausa. Hann hefur nú eytt tístinu.

Markahrókurinn gerði svo gott betur með því að biðjast afsökunar á þessu orðalagi. Hann viðurkenndi að hafa farið yfir strikið með því.

Unnusta Andra, Rakel Hönnudóttir, spilar með Blikum en Blikar urðu að sætta sig við sárt tap gegn Þór/KA fyrr í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.