Persaflóaríkin gefa Katar tveggja daga frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2017 07:38 Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim Al-Thani, utanríkisráðherra Katar, ávarpar ráðstefnugesti í Washington D.C. í lok síðasta mánaðar. Vísir/afp Sádi Arabía, auk þriggja annarra ríkja á Arabíuskaga, hefur framlengt frestinn sem yfirvöld Katar fengu til að samþykkja lista af kröfum ríkjanna. Fallist Katar ekki á kröfurnar verður ríkið beitt frekari refsiaðgerðum. Upphaflegur frestur til samþykktar kröfulistans rann út í gær en á honum er þess meðal annars krafist að starfsemi fréttastöðvarinnar Al Jazeera verði hætt. Í frétt BBC segir að Katar muni koma formlegu svari sínu til Kuwait í dag. Katar neitar enn fremur öllum ásökunum nágranna sinna þess efnis að ríkið fjármagni hryðjuverkahópa. Á laugardag sagði utanríkisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim Al-Thani, að Katar hefði hafnað kröfunum en væri tilbúið til frekari samningaviðræðna við réttar kringumstæður.Fengu 10 daga til að fallast á kröfurnar Sádi-Arabía, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein hafa nú beitt Katar stjórnmála- og viðskiptahöftum síðan í byrjun síðasta mánaðar. Aðgerðirnar sögðu ríkin á grundvelli þess að yfirvöld í Katar styðji við „ýmis hryðjuverkasamtök og hópa sem vinni gegn hagsmunum Arabíuskagans,“ en þar er átt við hópa líkt og Bræðralag múslíma, Al-Kaída, Íslamska ríkið og hópa sem studdir eru af Írönum. Þann 23. júní síðastliðinn gáfu ríkin Katar 10 daga frest til að samþykkja kröfur þeirra. Á listanum, sem AP-fréttaveitan hefur undir höndum, er þess meðal annars krafist að tyrkneskri herstöð verði lokað og að Katar slíti stjórnmálasambandi sínu við Íran. Þá er þess einnig krafist að Katar slíti öllu sambandi við Bræðralag múslima, framselji alla einstaklinga sem eftirlýstir eru í ríkjunum vegna hryðjuverkatengdra brota og greiði ótilgreinda upphæð í skaðabætur. Listinn hefur þó ekki enn verið gefinn út opinberlega. Viðskiptahöftin hafa haft töluverð áhrif í Katar, sem reiðir sig að miklu leyti á innflutning matvæla frá ríkjunum sem beita það nú þvingunum. Ríkið hefur því í auknum mæli þurft að flytja inn mat og aðrar birgðir frá Íran og Tyrklandi. Þá hafa yfirvöld í Katar verið staðföst í afstöðu sinni gegn kröfum Persaflóaríkjanna. Katar Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. 8. júní 2017 07:00 Katar ætlar ekki að leggja árar í bát Utanríkisráðherra Katar segir þarlend stjórnvöld ekki ætla að lúffa fyrir nágrannaríkjum sínum þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Erindrekar sem reyna að miðla málum segja að markmiðið þessa stundina sé að koma í veg fyrir að samskipti arabaríkjanna versni ekki enn frekar. 8. júní 2017 19:58 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Íran sendir hundruð tonna af mat til Katar Írönsk yfirvöld hafa sent fjórar flugvélar af mat til Katar en yfirvöld þar í landi reyna nú að bæta í forðabúr sitt eftir að helstu birgðasalar þess slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við landið. 11. júní 2017 15:27 Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Sádi Arabía, auk þriggja annarra ríkja á Arabíuskaga, hefur framlengt frestinn sem yfirvöld Katar fengu til að samþykkja lista af kröfum ríkjanna. Fallist Katar ekki á kröfurnar verður ríkið beitt frekari refsiaðgerðum. Upphaflegur frestur til samþykktar kröfulistans rann út í gær en á honum er þess meðal annars krafist að starfsemi fréttastöðvarinnar Al Jazeera verði hætt. Í frétt BBC segir að Katar muni koma formlegu svari sínu til Kuwait í dag. Katar neitar enn fremur öllum ásökunum nágranna sinna þess efnis að ríkið fjármagni hryðjuverkahópa. Á laugardag sagði utanríkisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim Al-Thani, að Katar hefði hafnað kröfunum en væri tilbúið til frekari samningaviðræðna við réttar kringumstæður.Fengu 10 daga til að fallast á kröfurnar Sádi-Arabía, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein hafa nú beitt Katar stjórnmála- og viðskiptahöftum síðan í byrjun síðasta mánaðar. Aðgerðirnar sögðu ríkin á grundvelli þess að yfirvöld í Katar styðji við „ýmis hryðjuverkasamtök og hópa sem vinni gegn hagsmunum Arabíuskagans,“ en þar er átt við hópa líkt og Bræðralag múslíma, Al-Kaída, Íslamska ríkið og hópa sem studdir eru af Írönum. Þann 23. júní síðastliðinn gáfu ríkin Katar 10 daga frest til að samþykkja kröfur þeirra. Á listanum, sem AP-fréttaveitan hefur undir höndum, er þess meðal annars krafist að tyrkneskri herstöð verði lokað og að Katar slíti stjórnmálasambandi sínu við Íran. Þá er þess einnig krafist að Katar slíti öllu sambandi við Bræðralag múslima, framselji alla einstaklinga sem eftirlýstir eru í ríkjunum vegna hryðjuverkatengdra brota og greiði ótilgreinda upphæð í skaðabætur. Listinn hefur þó ekki enn verið gefinn út opinberlega. Viðskiptahöftin hafa haft töluverð áhrif í Katar, sem reiðir sig að miklu leyti á innflutning matvæla frá ríkjunum sem beita það nú þvingunum. Ríkið hefur því í auknum mæli þurft að flytja inn mat og aðrar birgðir frá Íran og Tyrklandi. Þá hafa yfirvöld í Katar verið staðföst í afstöðu sinni gegn kröfum Persaflóaríkjanna.
Katar Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. 8. júní 2017 07:00 Katar ætlar ekki að leggja árar í bát Utanríkisráðherra Katar segir þarlend stjórnvöld ekki ætla að lúffa fyrir nágrannaríkjum sínum þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Erindrekar sem reyna að miðla málum segja að markmiðið þessa stundina sé að koma í veg fyrir að samskipti arabaríkjanna versni ekki enn frekar. 8. júní 2017 19:58 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Íran sendir hundruð tonna af mat til Katar Írönsk yfirvöld hafa sent fjórar flugvélar af mat til Katar en yfirvöld þar í landi reyna nú að bæta í forðabúr sitt eftir að helstu birgðasalar þess slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við landið. 11. júní 2017 15:27 Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28
Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. 8. júní 2017 07:00
Katar ætlar ekki að leggja árar í bát Utanríkisráðherra Katar segir þarlend stjórnvöld ekki ætla að lúffa fyrir nágrannaríkjum sínum þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Erindrekar sem reyna að miðla málum segja að markmiðið þessa stundina sé að koma í veg fyrir að samskipti arabaríkjanna versni ekki enn frekar. 8. júní 2017 19:58
Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00
Íran sendir hundruð tonna af mat til Katar Írönsk yfirvöld hafa sent fjórar flugvélar af mat til Katar en yfirvöld þar í landi reyna nú að bæta í forðabúr sitt eftir að helstu birgðasalar þess slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við landið. 11. júní 2017 15:27
Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27