Enski boltinn

Þórsarar á skriði í Inkasso-deildinni

Kristófer Skúli Sigurgeirsson er í basli með Leikni í Inkasso-deildinni.
Kristófer Skúli Sigurgeirsson er í basli með Leikni í Inkasso-deildinni. vísir/ernir
Leiknir R. náði ekki að fylgja eftir glæsilegum bikarsigri gegn ÍA á mánudagskvöldið í kvöld en liðið tapaði fyrir Þór, 2-0, í fyrsta leik 10. umferðar í Inkasso-deildinni í fótbolta.

Jóhann Helgi Hannesson skoraði fyrra mark Þórsara á 33. mínútu og markahrókurinn Gunnar Örvar Stefánsson það síðara á 88. mínútu þegar han gulltrygði sigur gestanna að norðan.

Gunnar, sem var markahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur haft hægt um sig í sumar en þetta var aðeins annað mark hans á tímabilinu. Jóhann Helgi hefur verið drjúgur og er nú búinn að skora fimm mörk.

Þórsarar eru á miklum skriði í Inkasso-deildinni en þetta var annar sigur liðsins í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum. Liðið byrjaði illa en er nú að klífa töfluna jafnt og þétt. Það er með fimmtán stig í fjórða sæti en öll liðin fyrir ofan það eiga eftir að spila.

Leiknismenn hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum og sitja í áttunda sæti með ellefu stig. HK og ÍR geta bæði komist yfir Leikni með sigrum í sínum leikjum í þessari umferð.

Upplýsingar um markaskorara fengnar frá fotbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×