Enski boltinn

Mertesacker tekur við akademíu Arsenal eftir næsta tímabil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mertesacker hefur þrisvar sinnum orðið enskur bikarmeistari með Arsenal.
Mertesacker hefur þrisvar sinnum orðið enskur bikarmeistari með Arsenal. vísir/getty

Per Mertesacker, fyrirliði Arsenal, tekur við akademíu félagsins eftir næsta tímabili sem verður jafnframt hans síðasta sem leikmaður.

Mertesacker, sem er 32 ára, hefur verið í herbúðum Arsenal frá 2011 og spilað 209 leiki fyrir félagið. Hann hefur þrisvar sinnum orðið bikarmeistari með Skyttunum.

Mertesacker missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Hann sneri aftur undir lok þess og spilaði frábærlega í bikarúrslitaleiknum þar sem Arsenal vann Chelsea, 2-1.

„Per er einstakur karakter sem er frábær fyrirmynd fyrir yngri leikmennina. Hann er mikill fótboltahugsuður og einbeittur í að hjálpa leikmönnum að fullnýta hæfileika sína. Hann mun hafa áhrif á alla sem tengjast akademíunni,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.

Luke Hobbs mun stýra akedemíunni á næsta tímabili en Mertesacker tekur svo til starfa næsta sumar.


Tengdar fréttir

Houllier: Lacazette minnir á Wright

Gérard Houllier segir að Alexandre Lacazette, dýrasti leikmaður í sögu Arsenal, minni sig á Ian Wright, næstmarkahæsta leikmanns í sögu Arsenal.

Lacazette kominn til Arsenal

Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal hefur staðfest kaup sín á franska framherjanum Alexandre Lacazette.

Lehmann snýr aftur á Emirates

Þýski markmaðurinn Jens Lehmann gerði garðinn frægan með Arsenal á fyrsta áratug 21. aldarinnar og snýr nú til aftur til Lundúna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.