Enski boltinn

Houllier: Lacazette minnir á Wright

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fetar Lacazette í fótspor Wrights?
Fetar Lacazette í fótspor Wrights? vísir/getty
Gérard Houllier segir að Alexandre Lacazette, dýrasti leikmaður í sögu Arsenal, minni sig á Ian Wright, næstmarkahæsta leikmanns í sögu Arsenal.

Arsenal keypti Lacazette frá Lyon á metfé í gær. Houllier var Lyon innan handar í viðræðunum við Arsenal. Hann segir að Lacazette sé peningsins virði og að Frakkanum svipi til Wrights sem lék með Arsenal á árunum 1991-98.

„Hann er snöggur, góður á litlu svæði, með góða tækni og skorar mörk. Hann skorar yfir 25 mörk á hverju einasta tímabili. Hans helsti styrkleiki er að skora mörk,“ sagði Houllier.

„Hann er svolítið eins og Ian Wright. Þú virðist ekki sjá hann og svo er hann skyndilega kominn á ferðina.“

Talið er að Arsenal hafi borgað 46,5 milljónir punda fyrir hinn 26 ára gamla Lacazette. Kaupverðið getur þó hækkað upp í 52 milljónir punda.

Frakkinn skrifaði undir fimm ára samning við Arsenal sem endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en varð bikarmeistari í þriðja sinn á síðustu fjórum árum.


Tengdar fréttir

Lacazette kominn til Arsenal

Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal hefur staðfest kaup sín á franska framherjanum Alexandre Lacazette.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×