Enski boltinn

Biðlar til stuðningsmanna Arsenal að styðja Wenger

Wenger hefur setið lengst allra stjóra á Englandi og ekkert fararsnið á honum.
Wenger hefur setið lengst allra stjóra á Englandi og ekkert fararsnið á honum. vísir/getty
Framkvæmdastjóri Arsenal sendi stuðningsmönnum liðsins skýr skilaboð en hann vill að þeir styðji liðið og knattspyrnustjórann Arsene Wenger heilshugar á nýrri leiktíð.

Wenger skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Arsenal í síðasta mánuði en undanfarin misseri hefur hávær hópur stuðningsmanna félagsins viljað Wenger burt.

Arsenal vann enska bikarinn á síðustu leiktíð en komst ekki í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í stjórnartíð Wenger, sem tók við Arsenal árið 1996.

„Ég vil meiri samheldni í andrúmsloftið í kringum félagið. Það hefur verið óeining og óánægja. Stjórn félagsins veit það,“ sagði Gazidis sem hefur verið framkvæmdastjóri Arsenal síðan 2009.

„Ég biðla til ykkar, vinsamlegast komið saman og veitið liðinu og knattspyrnustjóranum ykkar stuðning.“

Óvíst er um framtíð þeirra Alexis Sanchez og Mesut Özil. Féagið vill halda báðum en viðræður við þá um nýja samninga munu fara fram í sumar.

Gazidis segir að Arsenal vilji styrkja liðið með öflugum leikmönnum í sumar en liðið hefur þegar samið við Saed Kolasinac, vinstri bakvörð sem lék síðast með Schalke. Tilboðum félagsins í Alexandre Lacazette og Thomas Lemar hafa verið hafnað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×