Fótbolti

Lehmann snýr aftur á Emirates

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jens Lehmann er kominn aftur til Arsenal.
Jens Lehmann er kominn aftur til Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Þjóðverjinn Jens Lehmann mun snúa aftur til Arsenal ef marka má heimildir breska blaðsins Guardian.

Lehmann gerði garðinn frægann sem markmaður hjá félaginu rétt eftir aldamótin og var hann hluti af hinu ósigrandi liði Arsenal tímabilið 2003-04. Hann yfirgaf félagið árið 2008 eftir fimm ára dvöl, en snéri aftur í þrjá mánuði í mars 2011. Nú mun Lehmann vera á leiðinni sem viðbót í þjálfarateymi Arsene Wenger.

Gerry Peyton er núverandi markmannsþjálfari Arsenal og mun Lehmann koma inn sem almennur þjálfari aðalliðsins.

Markmaðurinn knái kom til liðsins frá þýska stórveldinu Borussia Dortmund árið 2003 og vann Englandsmeistartitilinn strax á sínu fyrsta tímabili. Það var einmitt í síðasta skipti sem Arsenal hampar stóra titlinum í Englandi.

Lehmann var einnig hluti af liðinu sem vann bikarkeppnina 2005 þar sem hann varði meðal annars markið í vítaspyrnukeppni gegn Manchester United. Hann stóð í markinu hluta af úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2006, en þurfti að fara af velli eftir að hafa fengið rautt spjald frá dómara leiksins.

Þessi 47 ára markmaður er stærsta viðbótin í þjálfarateymi Arsenal í sumar, en Wenger hefur verið að stokka upp í aðstoðarliði sínu. Darren Burgess, sem var í aðstoðarliði Þjóðverja þegar þeir unnu heimsmeistaratitilinn 2006, er einnig mættur á Emirates og enn er óráðin staða yfirmanns akademíunnar.

 


Tengdar fréttir

Wenger staðfestir að Lehmann verði með Arsenal út tímabilið

Arsène Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest það að félagið sé búið að gera samning við þýska markvörðinn Jens Lehmann út tímabilið. Lehmann mun verða varamarkvörður Manuel Almunia þar sem að allir aðrir markverðir liðsins eru frá vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×