Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr ÍBV - Breiðablik og Grindavík - KA

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt tíunda deildarmark í dag.
Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt tíunda deildarmark í dag. Vísir/Stefán

Tveir leikir fóru fram í Pepsi deild karla núna síðdegis. 

ÍBV og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Hásteinsvelli. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði mark Blika á 20. mínútu og Gunnar Heiðar Þorvaldsson jafnaði svo fyrir heimamenn á 72. mínútu.

Suður með sjó mættust nýliðar Grindavíkur og KA. Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA yfir með glæsimarki á 19. mínútu. Marínó Axel Helgason jafnaði fyrir Grindvíkinga á 70. mínútu og skoraði Andri Rúnar Bjarnason sigurmarkið úr vítaspyrnu á 80. mínútu.

Hægt er að sjá öll mörkin hér að neðan.

ÍBV - Breiðablik 1-1

Grindavík - KA 2-1


Tengdar fréttir

Óli Stefán: Einu stigi frá fyrsta markmiðinu

Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við Vísi eftir sigurinn á KA í Pepsi-deildinni að liðið væri einu stigi frá markmiði sínu nú þegar tíu umferðir eru liðnar af Íslandsmótinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.