Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr ÍBV - Breiðablik og Grindavík - KA

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt tíunda deildarmark í dag.
Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt tíunda deildarmark í dag. Vísir/Stefán
Tveir leikir fóru fram í Pepsi deild karla núna síðdegis. 

ÍBV og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Hásteinsvelli. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði mark Blika á 20. mínútu og Gunnar Heiðar Þorvaldsson jafnaði svo fyrir heimamenn á 72. mínútu.

Suður með sjó mættust nýliðar Grindavíkur og KA. Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA yfir með glæsimarki á 19. mínútu. Marínó Axel Helgason jafnaði fyrir Grindvíkinga á 70. mínútu og skoraði Andri Rúnar Bjarnason sigurmarkið úr vítaspyrnu á 80. mínútu.

Hægt er að sjá öll mörkin hér að neðan.

ÍBV - Breiðablik 1-1
Grindavík - KA 2-1

Tengdar fréttir

Óli Stefán: Einu stigi frá fyrsta markmiðinu

Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við Vísi eftir sigurinn á KA í Pepsi-deildinni að liðið væri einu stigi frá markmiði sínu nú þegar tíu umferðir eru liðnar af Íslandsmótinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×