Íslenski boltinn

Sjáðu geggjað mark Hallgríms í Grindavík | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, skoraði stórkostlegt mark fyrir sína menn í nýliðaslagnum á móti Grindavík sem nú stendur yfir en beina lýsingu frá honum má finna hér.

Hallgrímur, sem er skotmaður góður, fékk boltann fyrir utan vítateig Grindjána á 19. mínútu og lét vaða með vinstri fæti. Boltinn söng í netinu en markvörður Grindvíkinga átti ekki möguleika.

Algjörlega frábært mark hjá norðanmanninum sem hefur skorað þau nokkur ansi glæsileg í gegnum tíðina.

Markið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.