Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2017 22:56 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. vísir/getty Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari sem fer með rannsókn á meintum tengslum Rússa við kosningateymi Donald Trump Bandaríkjaforseta sem og rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. Segja má að þetta sé ákveðinn vendipunktur í málinu en eins og ítrekað hefur verið fjallað um hefur Trump verið mjög umhugað um það að hann sjálfur sé ekki og hafi ekki verið til rannsóknar. Þannig spurði Trump James Comey, þáverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, að því hvort hann væri til rannsóknar en Comey fullvissaði forsetann um það oftar en einu sinni að svo væri ekki. Að því er fram kemur á vef Washington Post, og haft er eftir embættismönnum, breyttist þessi staða forsetans stuttu eftir að hann rak Comey úr embætti forstjóra FBI þann 9. maí. Aðeins nokkrum dögum síðar hófst rannsókn á því hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar en hann hefur sjálfur sagt að hann hafi meðal annars rekið Comey út af Rússarannsókninni. Mueller og starfsfólk hans ætlar meðal annars að taka skýrslu af háttsettum aðilum innan Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, vegna rannsóknarinnar á Trump. Skýrslutökurnar þykja benda til þess að Mueller líti málið alvarlegum augum og að það sé meira en eitthvað orðaskak á milli forsetans og forstjórans sem hann rak. Hvíta húsið svarar ekki lengur neinum fyrirspurnum varðandi Rússarannsóknina heldur beinir þeim öllum til persónulegs lögfræðings Trump, Marc Kasowitz. „Leki FBI varðandi forsetann er svívirðilegur, óafsakanlegur og ólöglegur,“ er haft eftir Kasowitz á vef Washington Post þar sem lesa má nánar um málið. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari sem fer með rannsókn á meintum tengslum Rússa við kosningateymi Donald Trump Bandaríkjaforseta sem og rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. Segja má að þetta sé ákveðinn vendipunktur í málinu en eins og ítrekað hefur verið fjallað um hefur Trump verið mjög umhugað um það að hann sjálfur sé ekki og hafi ekki verið til rannsóknar. Þannig spurði Trump James Comey, þáverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, að því hvort hann væri til rannsóknar en Comey fullvissaði forsetann um það oftar en einu sinni að svo væri ekki. Að því er fram kemur á vef Washington Post, og haft er eftir embættismönnum, breyttist þessi staða forsetans stuttu eftir að hann rak Comey úr embætti forstjóra FBI þann 9. maí. Aðeins nokkrum dögum síðar hófst rannsókn á því hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar en hann hefur sjálfur sagt að hann hafi meðal annars rekið Comey út af Rússarannsókninni. Mueller og starfsfólk hans ætlar meðal annars að taka skýrslu af háttsettum aðilum innan Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, vegna rannsóknarinnar á Trump. Skýrslutökurnar þykja benda til þess að Mueller líti málið alvarlegum augum og að það sé meira en eitthvað orðaskak á milli forsetans og forstjórans sem hann rak. Hvíta húsið svarar ekki lengur neinum fyrirspurnum varðandi Rússarannsóknina heldur beinir þeim öllum til persónulegs lögfræðings Trump, Marc Kasowitz. „Leki FBI varðandi forsetann er svívirðilegur, óafsakanlegur og ólöglegur,“ er haft eftir Kasowitz á vef Washington Post þar sem lesa má nánar um málið.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira