Erlent

Árásarmennirnir í London nafngreindir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rachid Redouane og Khuram Butt.
Rachid Redouane og Khuram Butt. Vísir/afp
Lögregluyfirvöld í London hafa gefið út nöfn tveggja af þremur árásarmönnum, sem skotnir voru til bana í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á London Bridge á laugardagskvöld. BBC greinir frá.

Khuram Butt var einn árásarmannanna. Hann var 27 ára, átti konu og börn og bjó í Barking í austurhluta London. Hann var af pakistönskum ættum en lögregluyfirvöld höfðu haft eftirlit með honum.

Annar árásarmannanna hét Rachid Redouane, 30 ára, og bjó einnig í Barking. Hann var af marokkóskum og libískum uppruna.

Þriðji árásarmaðurinn hefur ekki enn verið nafngreindur. Árásarmennirnir voru allir skotnir til bana af lögreglu á laugardagskvöld eftir að þeir keyrðu sendibíl á hóp fólks á brúnni og stungu að því búnu vegfarendur við Borough-markaðinn. 7 létust og 48 særðust í árásinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×