Erlent

Árásin í Manchester: Telja sig vita hver var að verki

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Manchester Arena er geysilega vinsæll tónleikastaður.
Manchester Arena er geysilega vinsæll tónleikastaður. Vísir/AFP

Lögregla telur sig vita hver það var sem framdi árásina í Manchester Arena í gær sem varð 22 að bana og særði minnst 59 tónleikagesti. Hann lést í árásinni. 

Þetta kom fram í máli Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sem ávarpaði bresku þjóðina fyrir framan Downing-stræti tíu fyrir stundu.

Sagði hún að of snemmt væri að birta upplýsingar um hinn meinta árásarmann og að rannsókn lögreglu beindist meðal annars að því hvort hann hafi verið einn að verki eða hluti af hóp.

Sjá einnig: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester

Lögregla telur einnig að heimatilbúnni sprengju hafi verið beitt í árásinni og að rannsakað verði hvar og hvernig árasarmaðurinn hafi nálgast hana. 23 ára karlmaður var handtekinn fyrir stundu í Manchester-borg í tengslum við árásina en óvíst er hvernig hann tengist árásinni.

May sagði að árásin væri ein sú versta í sögu Bretlands en hún er sú mannskæðasta frá sprengjuárásunum í London 2005 þar sem 56 manns létust.

Sprengjan var sprengd skömmu eftir að tónleikum Ariönu Grande lauk. Fjölmörg börn voru á meðal tónleikagesta og hefur lögregla staðfest að börn eru meðal þeirra 22 sem létust.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.