Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. maí 2017 06:58 Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. Sprengjan sprakk skömmu eftir að bandaríska tónlistarkonan Ariana Grande hafði lokið tónleikum sínum í höllinni, eða um klukkan 22:30 að staðartíma, það er 21:30 að íslenskum tíma. Fréttin verður uppfærð fram eftir degi í vaktinni hér fyrir neðan. Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma klukkan tólf í hádeginu þar sem fjallað var ítarlega um árásina. Sjá má fréttatímann í spilaranum hér fyrir ofan.Sprengjan sprakk í anddyri tónleikahallarinnar þegar gestir voru að streyma út. Alls voru um 21 þúsund manns á tónleikunum. Lögreglan hefur staðfest að börn eru meðal þeirra 22 sem létust.Árásarmaðurinn er á meðal hinna látnu. Ekki var annar árásarmaður á staðnum að því er talið er en einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst árásinni á hendur sér.Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá sprengjuárásunum í London árið 2005 þar sem 56 manns létust.Búið er að fresta kosningabaráttunni í Bretlandi en þingkosningar fara fram í landinu þann 8. júní næstkomandiAriana Grande setti skilaboð á Twitter-síðu sína í nótt þar sem hún sagðist vera miður sín og skorta orð vegna árásarinnar.Fyrsta fórnarlamb árásarinnar hefur verið nafngreint, hin átján ára Georgina Callander.Þá hefur jafnframt hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos verið nafngreind sem ein þeirra sem létust í árásinni.Þetta er önnur hryðjuverkaárásin sem gerð er í Englandi á tveimur mánuðum en þann 22. mars síðastliðinn var framin árás í London þegar maður keyrði niður vegfarendur við Westminster í London. Sex manns létust og tugir særðust.Lögregla í Manchester segir árásarmanninn hafa verið hinn 22 ára Salam Abedi.broken. from the bottom of my heart, i am so so sorry. i don't have words.— Ariana Grande (@ArianaGrande) May 23, 2017 Hér neðar má sjá myndband af augnablikinu þegar sprengjan sprakk:Byggt á fréttum Guardian og BBC. Fylgjast má með beinni útsendingu Sky News í spilaranum hér neðar. Fyrir neðan útsendinguna er að finna vakt Vísis með nýjustu fréttum af málinu.
Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. Sprengjan sprakk skömmu eftir að bandaríska tónlistarkonan Ariana Grande hafði lokið tónleikum sínum í höllinni, eða um klukkan 22:30 að staðartíma, það er 21:30 að íslenskum tíma. Fréttin verður uppfærð fram eftir degi í vaktinni hér fyrir neðan. Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma klukkan tólf í hádeginu þar sem fjallað var ítarlega um árásina. Sjá má fréttatímann í spilaranum hér fyrir ofan.Sprengjan sprakk í anddyri tónleikahallarinnar þegar gestir voru að streyma út. Alls voru um 21 þúsund manns á tónleikunum. Lögreglan hefur staðfest að börn eru meðal þeirra 22 sem létust.Árásarmaðurinn er á meðal hinna látnu. Ekki var annar árásarmaður á staðnum að því er talið er en einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst árásinni á hendur sér.Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá sprengjuárásunum í London árið 2005 þar sem 56 manns létust.Búið er að fresta kosningabaráttunni í Bretlandi en þingkosningar fara fram í landinu þann 8. júní næstkomandiAriana Grande setti skilaboð á Twitter-síðu sína í nótt þar sem hún sagðist vera miður sín og skorta orð vegna árásarinnar.Fyrsta fórnarlamb árásarinnar hefur verið nafngreint, hin átján ára Georgina Callander.Þá hefur jafnframt hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos verið nafngreind sem ein þeirra sem létust í árásinni.Þetta er önnur hryðjuverkaárásin sem gerð er í Englandi á tveimur mánuðum en þann 22. mars síðastliðinn var framin árás í London þegar maður keyrði niður vegfarendur við Westminster í London. Sex manns létust og tugir særðust.Lögregla í Manchester segir árásarmanninn hafa verið hinn 22 ára Salam Abedi.broken. from the bottom of my heart, i am so so sorry. i don't have words.— Ariana Grande (@ArianaGrande) May 23, 2017 Hér neðar má sjá myndband af augnablikinu þegar sprengjan sprakk:Byggt á fréttum Guardian og BBC. Fylgjast má með beinni útsendingu Sky News í spilaranum hér neðar. Fyrir neðan útsendinguna er að finna vakt Vísis með nýjustu fréttum af málinu.
Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01