Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. maí 2017 06:58 Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. Sprengjan sprakk skömmu eftir að bandaríska tónlistarkonan Ariana Grande hafði lokið tónleikum sínum í höllinni, eða um klukkan 22:30 að staðartíma, það er 21:30 að íslenskum tíma. Fréttin verður uppfærð fram eftir degi í vaktinni hér fyrir neðan. Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma klukkan tólf í hádeginu þar sem fjallað var ítarlega um árásina. Sjá má fréttatímann í spilaranum hér fyrir ofan.Sprengjan sprakk í anddyri tónleikahallarinnar þegar gestir voru að streyma út. Alls voru um 21 þúsund manns á tónleikunum. Lögreglan hefur staðfest að börn eru meðal þeirra 22 sem létust.Árásarmaðurinn er á meðal hinna látnu. Ekki var annar árásarmaður á staðnum að því er talið er en einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst árásinni á hendur sér.Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá sprengjuárásunum í London árið 2005 þar sem 56 manns létust.Búið er að fresta kosningabaráttunni í Bretlandi en þingkosningar fara fram í landinu þann 8. júní næstkomandiAriana Grande setti skilaboð á Twitter-síðu sína í nótt þar sem hún sagðist vera miður sín og skorta orð vegna árásarinnar.Fyrsta fórnarlamb árásarinnar hefur verið nafngreint, hin átján ára Georgina Callander.Þá hefur jafnframt hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos verið nafngreind sem ein þeirra sem létust í árásinni.Þetta er önnur hryðjuverkaárásin sem gerð er í Englandi á tveimur mánuðum en þann 22. mars síðastliðinn var framin árás í London þegar maður keyrði niður vegfarendur við Westminster í London. Sex manns létust og tugir særðust.Lögregla í Manchester segir árásarmanninn hafa verið hinn 22 ára Salam Abedi.broken. from the bottom of my heart, i am so so sorry. i don't have words.— Ariana Grande (@ArianaGrande) May 23, 2017 Hér neðar má sjá myndband af augnablikinu þegar sprengjan sprakk:Byggt á fréttum Guardian og BBC. Fylgjast má með beinni útsendingu Sky News í spilaranum hér neðar. Fyrir neðan útsendinguna er að finna vakt Vísis með nýjustu fréttum af málinu.
Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. Sprengjan sprakk skömmu eftir að bandaríska tónlistarkonan Ariana Grande hafði lokið tónleikum sínum í höllinni, eða um klukkan 22:30 að staðartíma, það er 21:30 að íslenskum tíma. Fréttin verður uppfærð fram eftir degi í vaktinni hér fyrir neðan. Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma klukkan tólf í hádeginu þar sem fjallað var ítarlega um árásina. Sjá má fréttatímann í spilaranum hér fyrir ofan.Sprengjan sprakk í anddyri tónleikahallarinnar þegar gestir voru að streyma út. Alls voru um 21 þúsund manns á tónleikunum. Lögreglan hefur staðfest að börn eru meðal þeirra 22 sem létust.Árásarmaðurinn er á meðal hinna látnu. Ekki var annar árásarmaður á staðnum að því er talið er en einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst árásinni á hendur sér.Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá sprengjuárásunum í London árið 2005 þar sem 56 manns létust.Búið er að fresta kosningabaráttunni í Bretlandi en þingkosningar fara fram í landinu þann 8. júní næstkomandiAriana Grande setti skilaboð á Twitter-síðu sína í nótt þar sem hún sagðist vera miður sín og skorta orð vegna árásarinnar.Fyrsta fórnarlamb árásarinnar hefur verið nafngreint, hin átján ára Georgina Callander.Þá hefur jafnframt hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos verið nafngreind sem ein þeirra sem létust í árásinni.Þetta er önnur hryðjuverkaárásin sem gerð er í Englandi á tveimur mánuðum en þann 22. mars síðastliðinn var framin árás í London þegar maður keyrði niður vegfarendur við Westminster í London. Sex manns létust og tugir særðust.Lögregla í Manchester segir árásarmanninn hafa verið hinn 22 ára Salam Abedi.broken. from the bottom of my heart, i am so so sorry. i don't have words.— Ariana Grande (@ArianaGrande) May 23, 2017 Hér neðar má sjá myndband af augnablikinu þegar sprengjan sprakk:Byggt á fréttum Guardian og BBC. Fylgjast má með beinni útsendingu Sky News í spilaranum hér neðar. Fyrir neðan útsendinguna er að finna vakt Vísis með nýjustu fréttum af málinu.
Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila