Framkvæmdastjóri Víkings: Milos er ægilega lyginn í þessu ferli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. maí 2017 12:09 Milos í leik með Víkingi. vísir/ernir Víkingar eru allt annað en sáttir við fyrrum þjálfara liðsins, Milos Milojevic, sem nú er orðinn þjálfari Breiðabliks. Milos hætti hjá Víkingum á föstudag og var þá strax orðaður við Blika. Er hann var síðan ráðinn þjálfari Blika í gær fannst mörgum það lykta af hannaðri atburðarrás. Að Milos hefði viljandi komið sér frá Víkingi til að geta tekið við Blikum. „Þetta var mjög hönnuð atburðarrás. Það er alveg ljóst. Maður er svolítið pirraður yfir þessu,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. „Atburðarrásin er klárlega hönnuð og ég ætla að skrifa bók um þetta. Sú bók gæti endað á fjölum leikhússins. Milos er ægilega lyginn í öllu þessu ferli. Síðast í gær er hann að panta gám til Serbíu er við erum að ganga frá við hann. Tveim tímum síðar er hann orðinn þjálfari Blika. Það voru líka hlutir sem gerðust í síðustu viku sem bera þess vitni að þetta hafi allt verið planað. Ég veit samt ekki hversu mikla sök Blikar eiga í þessari atburðarrás. Ég held það sé meira Milos.“ Eftir standa Víkingar þjálfaralausir og virðist vera eitthvað í land að þeir ráði þjálfara í stað Milosar. Dragan Kazic, sem var aðstoðarmaður Milosar, stýrði liðinu í síðasta leik og vill halda áfram. „Það er vinna í fullum gangi. Ég þori ekki að segja til um hvað þetta mun ganga hratt hjá okkur. Ég er út í Noregi núna og fæ frekari tíðindi í dag,“ segir Haraldur. „Þetta er samt allt á byrjunarstigi hjá okkur og fyrsta yfirferð í gangi. Það þætti helvíti gott ef þetta kláraðist í dag. Það er bara Breiðablik sem klárar þetta á stuttum tíma.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56 Milos: Ég er enginn David Copperfield Milos Milojevic, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þar fór hann yfir gang mála hjá sér undanfarna daga þegar hann hoppaði á milli tveggja liða í Pepsi-deildinni. 22. maí 2017 19:14 Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Milos Milojevic ráðinn þjálfari Breiðabliks Serbinn sem lét af störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn er mættur í Kópavoginn. 22. maí 2017 14:15 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Víkingar eru allt annað en sáttir við fyrrum þjálfara liðsins, Milos Milojevic, sem nú er orðinn þjálfari Breiðabliks. Milos hætti hjá Víkingum á föstudag og var þá strax orðaður við Blika. Er hann var síðan ráðinn þjálfari Blika í gær fannst mörgum það lykta af hannaðri atburðarrás. Að Milos hefði viljandi komið sér frá Víkingi til að geta tekið við Blikum. „Þetta var mjög hönnuð atburðarrás. Það er alveg ljóst. Maður er svolítið pirraður yfir þessu,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. „Atburðarrásin er klárlega hönnuð og ég ætla að skrifa bók um þetta. Sú bók gæti endað á fjölum leikhússins. Milos er ægilega lyginn í öllu þessu ferli. Síðast í gær er hann að panta gám til Serbíu er við erum að ganga frá við hann. Tveim tímum síðar er hann orðinn þjálfari Blika. Það voru líka hlutir sem gerðust í síðustu viku sem bera þess vitni að þetta hafi allt verið planað. Ég veit samt ekki hversu mikla sök Blikar eiga í þessari atburðarrás. Ég held það sé meira Milos.“ Eftir standa Víkingar þjálfaralausir og virðist vera eitthvað í land að þeir ráði þjálfara í stað Milosar. Dragan Kazic, sem var aðstoðarmaður Milosar, stýrði liðinu í síðasta leik og vill halda áfram. „Það er vinna í fullum gangi. Ég þori ekki að segja til um hvað þetta mun ganga hratt hjá okkur. Ég er út í Noregi núna og fæ frekari tíðindi í dag,“ segir Haraldur. „Þetta er samt allt á byrjunarstigi hjá okkur og fyrsta yfirferð í gangi. Það þætti helvíti gott ef þetta kláraðist í dag. Það er bara Breiðablik sem klárar þetta á stuttum tíma.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56 Milos: Ég er enginn David Copperfield Milos Milojevic, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þar fór hann yfir gang mála hjá sér undanfarna daga þegar hann hoppaði á milli tveggja liða í Pepsi-deildinni. 22. maí 2017 19:14 Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Milos Milojevic ráðinn þjálfari Breiðabliks Serbinn sem lét af störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn er mættur í Kópavoginn. 22. maí 2017 14:15 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56
Milos: Ég er enginn David Copperfield Milos Milojevic, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þar fór hann yfir gang mála hjá sér undanfarna daga þegar hann hoppaði á milli tveggja liða í Pepsi-deildinni. 22. maí 2017 19:14
Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00
Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20
Milos Milojevic ráðinn þjálfari Breiðabliks Serbinn sem lét af störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn er mættur í Kópavoginn. 22. maí 2017 14:15