Milos: Ég er enginn David Copperfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2017 19:14 Milos Milojevic, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þar fór hann yfir gang mála hjá sér undanfarna daga þegar hann hoppaði á milli tveggja liða í Pepsi-deildinni. Milos sagði starfi sínu lausu hjá Víkingum á föstudaginn og réði sig síðan sem þjálfara Blika í dag. Hann var því aðeins í þrjá daga burtu frá Pepsi-deildinni. „Ég heyrði fyrst frá þeim á laugardaginn og þetta var allt að gerast hratt,“ sagði Milos Milojevic í viðtalinu við Arnar Björnsson sem var tekið á fyrstu æfingu Serbans í Smáranum. „Þetta var kannski ekki endilega það sem ég var að plana en ég er ánægður með þessa lendingu. Ég er spenntur fyrir þessu því ef ég væri ekki spenntur þá hefði ég ekki sagt já. Þar sem að ég sagði já þá sé ég að það er áhugavert verkefni í gangi. Þess vegna er ég ánægður að vera hér,“ sagði Milos. En var hann ekkert að reyna að losna frá Víkingi þegar hann vissi af Blikastarfið væri laust? „Nei, alls ekki. Ég veit að þeir voru í viðræðum við annan mann. Þeir komu til mín eftir að ég var búinn að segja að ég væri hættur í Víkinni. Ég er búinn að koma því frá mér af hverju ég hætti með Víkingi og ætla ekki að endurtaka það. Það er saga sem er búin og er búin að vera flott saga í níu ár. Ég er stoltur af því en núna er ég kominn til Breiðabliks og tilbúinn að tala um Breiðablik,“ sagði Milos en hvenær munu hans áherslur fara sjást á Blikaliðinu? „Ég hugsa bara strax en hvort að það sjáist hundrað prósent strax er erfitt að segja. Ég er með enga töfra og er enginn David Copperfield. Ég er með áherslur sem þetta lið þarf á að halda. Þetta er flott lið sem kann að spila fótbolta. Liðið er með góðan grunn og ég tek við góðu búi af Arnari. Ég þarf bara að setja mín fingraför á liðið,“ sagði Milos. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Milos í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56 Aðstoðarmaður Milosar vill taka við Víkingi R. 21. maí 2017 22:04 Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Milos: Breiðablik er spennandi félag Milos Milojevic ætlar að halda áfram í þjálfun, hvort sem það verður hér á landi eða erlendis. 19. maí 2017 20:06 Milos Milojevic ráðinn þjálfari Breiðabliks Serbinn sem lét af störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn er mættur í Kópavoginn. 22. maí 2017 14:15 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Milos Milojevic, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þar fór hann yfir gang mála hjá sér undanfarna daga þegar hann hoppaði á milli tveggja liða í Pepsi-deildinni. Milos sagði starfi sínu lausu hjá Víkingum á föstudaginn og réði sig síðan sem þjálfara Blika í dag. Hann var því aðeins í þrjá daga burtu frá Pepsi-deildinni. „Ég heyrði fyrst frá þeim á laugardaginn og þetta var allt að gerast hratt,“ sagði Milos Milojevic í viðtalinu við Arnar Björnsson sem var tekið á fyrstu æfingu Serbans í Smáranum. „Þetta var kannski ekki endilega það sem ég var að plana en ég er ánægður með þessa lendingu. Ég er spenntur fyrir þessu því ef ég væri ekki spenntur þá hefði ég ekki sagt já. Þar sem að ég sagði já þá sé ég að það er áhugavert verkefni í gangi. Þess vegna er ég ánægður að vera hér,“ sagði Milos. En var hann ekkert að reyna að losna frá Víkingi þegar hann vissi af Blikastarfið væri laust? „Nei, alls ekki. Ég veit að þeir voru í viðræðum við annan mann. Þeir komu til mín eftir að ég var búinn að segja að ég væri hættur í Víkinni. Ég er búinn að koma því frá mér af hverju ég hætti með Víkingi og ætla ekki að endurtaka það. Það er saga sem er búin og er búin að vera flott saga í níu ár. Ég er stoltur af því en núna er ég kominn til Breiðabliks og tilbúinn að tala um Breiðablik,“ sagði Milos en hvenær munu hans áherslur fara sjást á Blikaliðinu? „Ég hugsa bara strax en hvort að það sjáist hundrað prósent strax er erfitt að segja. Ég er með enga töfra og er enginn David Copperfield. Ég er með áherslur sem þetta lið þarf á að halda. Þetta er flott lið sem kann að spila fótbolta. Liðið er með góðan grunn og ég tek við góðu búi af Arnari. Ég þarf bara að setja mín fingraför á liðið,“ sagði Milos. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Milos í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56 Aðstoðarmaður Milosar vill taka við Víkingi R. 21. maí 2017 22:04 Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Milos: Breiðablik er spennandi félag Milos Milojevic ætlar að halda áfram í þjálfun, hvort sem það verður hér á landi eða erlendis. 19. maí 2017 20:06 Milos Milojevic ráðinn þjálfari Breiðabliks Serbinn sem lét af störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn er mættur í Kópavoginn. 22. maí 2017 14:15 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56
Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00
Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20
Milos: Breiðablik er spennandi félag Milos Milojevic ætlar að halda áfram í þjálfun, hvort sem það verður hér á landi eða erlendis. 19. maí 2017 20:06
Milos Milojevic ráðinn þjálfari Breiðabliks Serbinn sem lét af störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn er mættur í Kópavoginn. 22. maí 2017 14:15
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti