Margrét Lára með „Roger Milla“ mark og Valskonur upp í efri hlutann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2017 21:03 Margrét Lára Viðarsdóttir var með mark og stoðsendingu en hún var ekki sátt við að vera tekin af velli á 56. mínútu. Vísir/Stefán Valskonur eru eitthvað að rétta út kútnum eftir erfiða byrjun í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í sumar. Valsliðið vann 5-1heimasigur á Grindavík í gær og komst fyrir vikið upp í efri hlutann. Valur hoppaði upp fyrir FH og í fimmta sætið. Valsliðið tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum en vann nú annan leikinn í röð. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt marka Valsliðsins og er þetta í fyrsta sinn í sumar sem hún skorar í tveimur leikjum í röð en hún skoraði einnig í sigrinum á Fylki á dögunum. Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Val í 1-0 á 19. mínútu eftir stoðsendingu Vesnu Elísu Smiljkovic og Margrét Lára Viðarsdóttir kom Valsliðinu 2-0 tólf mínútum síðar eftir að hafa stolið boltanum af markverðinum Emma Higgins eins og Kamerúnmaðurinn Roger Milla gerði á HM á Ítalíu 1990. Það var síðan mikið fjör í lok fyrri hálfleiks. Sara Hrund Helgadóttir minnkaði fyrst muninn í 2-1 með marki úr vítaspyrnu en Málfríður Erna Sigurðardóttir kom svo Val í 3-1 skömmu síðar eftir aukaspyrnu frá Vesnu. Elín Metta Jensen bætti við fjórða markinu eftir aðeins fimm mínútna leik í seinni hálfleik en hún hefur nú skorað í þremur leikjum í röð. Þetta mark skoraði hún eftir stoðsendingu frá Margréti Láru Viðarsdóttur. Ariana Calderon kom Val í 5-1 á 77. mínútu með skalla eftir að Arna Sif Ásgrímsdóttir hafi skallað hornspyrnu Hrafnhildar Hauksdóttur aftur fyrir markið. Upplýsingar um markaskor og gang leiksins eru fengnar frá fótbolti.net.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Valsvellinum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir neðan.Vísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/Stefán Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Valskonur eru eitthvað að rétta út kútnum eftir erfiða byrjun í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í sumar. Valsliðið vann 5-1heimasigur á Grindavík í gær og komst fyrir vikið upp í efri hlutann. Valur hoppaði upp fyrir FH og í fimmta sætið. Valsliðið tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum en vann nú annan leikinn í röð. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt marka Valsliðsins og er þetta í fyrsta sinn í sumar sem hún skorar í tveimur leikjum í röð en hún skoraði einnig í sigrinum á Fylki á dögunum. Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Val í 1-0 á 19. mínútu eftir stoðsendingu Vesnu Elísu Smiljkovic og Margrét Lára Viðarsdóttir kom Valsliðinu 2-0 tólf mínútum síðar eftir að hafa stolið boltanum af markverðinum Emma Higgins eins og Kamerúnmaðurinn Roger Milla gerði á HM á Ítalíu 1990. Það var síðan mikið fjör í lok fyrri hálfleiks. Sara Hrund Helgadóttir minnkaði fyrst muninn í 2-1 með marki úr vítaspyrnu en Málfríður Erna Sigurðardóttir kom svo Val í 3-1 skömmu síðar eftir aukaspyrnu frá Vesnu. Elín Metta Jensen bætti við fjórða markinu eftir aðeins fimm mínútna leik í seinni hálfleik en hún hefur nú skorað í þremur leikjum í röð. Þetta mark skoraði hún eftir stoðsendingu frá Margréti Láru Viðarsdóttur. Ariana Calderon kom Val í 5-1 á 77. mínútu með skalla eftir að Arna Sif Ásgrímsdóttir hafi skallað hornspyrnu Hrafnhildar Hauksdóttur aftur fyrir markið. Upplýsingar um markaskor og gang leiksins eru fengnar frá fótbolti.net.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Valsvellinum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir neðan.Vísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/Stefán
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira