Erlent

Þess krafist að Flynn láti rannsóknarnefnd gögn í té

Atli Ísleifsson skrifar
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta.
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta. Vísir/AFP
Rannsóknarnefnd Öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum hefur krafist þess formlega af Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, að hann láti nefndinni í té skjöl er varða möguleg tengsl hans við Rússa á meðan hann starfaði fyrir framboð forsetans í aðdraganda kosningabaráttunnar.

Krafa nefndarinnar er fátíð, en Flynn hefur hingað til hafnað öllu samstarfi við nefndina og neitað að hitta nefndarmenn.

Umrædd nefnd rannsakar nú meint afskipti Rússa af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum og möguleg tengsl ráðgjafa Trumps við ráðamenn í Moskvu. Þá er enn heitt í kolunum í Washington vegna brottrekstrar James Comey í gær en hann var yfirmaður Bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem einnig er að rannsaka aðkomu Rússa að kosningunum.

Opinber skýring Trumps er sú að Comey hafi verið látinn fara vegna þess hvernig staðið var að rannsókn á tölvupósum Hillary Clinton en háttsettir Demókratar á þingi segjast hafa vitneskju um að Comey hafi nýverið farið fram á auknar fjárheimildir til að rannsaka Rússana og Trump og því hafi hann verið látinn taka pokann sinn.


Tengdar fréttir

Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft




Fleiri fréttir

Sjá meira


×