Ætlaði sér alltaf að reka Comey Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2017 17:50 Donald Trump og James Comey. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist alltaf hafa ætlað að reka James Comey, yfirmann Alríkislögreglunnar eða FBI og að hann hafi staðið sig illa í starfi. Hann kallar Comey „monthana“ og segist forsetinn hafa spurt Comey hvort hann væri sjálfur til rannsóknar vegna meints samráðs starfsmanna framboðs Trump við yfirvöld í Rússlandi. Þetta sagði forsetinn í viðtali við NBC News nú í dag. Bæði dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og aðstoðardómsmálaráðherra, Jeff Sessions og Rod Rosenstein, sendu í vikunni bréf til Trump þar sem þeir lögðu til að Comey yrði rekinn. Í þeim bréfum var sú ástæða gefin að Comey hefði ekki tekið á máli tölvupósta Hillary Clinton með réttum hætti. Talsmenn Trump hafa í gær og í fyrradag ítrekað haldið því fram í mörgum fjölmiðlum að sú ástæða væri rétt. Þeirra á meðal er Mike Pence, varaforseti Trump. Hann sagði fjölmiðlum í gær að ákvörðun forsetans hefði byggt á tillögum Sessions og Rosenstein.Trump sjálfur sagði í uppsagnarbréfi Comey að hann væri að fylgja tillögum Sessions og Rosenstein en nú virðist hafa gefa lítið fyrir þær tillögur og segir brottreksturinn alltaf hafa staðið til. „Óháð tillögunum, þá ætlaði ég mér að reka Comey,“ segir Trump í viðtalinu. Talskona Trump sagði í gærkvöldi að forsetinn hefði verið að íhuga að reka Comey allt frá því að hann varð forseti Bandaríkjanna og að hann hefði framið „grimmdarverk“ í starfi sínu. Á undanförnum mánuðum hefur forsetinn sjálfur og talsmenn hans hins vegar ítrekað lýst yfir stuðningi við Comey í starfi.Sjá einnig: Forsetinn sagður hafa verið reiður Comey Starfsmenn Hvíta hússins hafa einnig haldið því fram að Comey hafi misst stuðning starfsmanna FBI. Starfandi yfirmaður FBI, Andrew McGabe, sagði hins vegar nefnd öldungaþingmanna um njósnamál í dag að sú væri ekki raunin. Comey nyti mikils stuðnings innan Alríkislögreglunnar.Jeff Sessions, sem sagði sig frá öllum rannsóknum vegna afskipta Rússa af kosningunum eftir að hann sagði ósatt um fundi sína og sendiherra Rússlands, leiðir nú leitina að nýjum yfirmanni Alríkislögreglunnar.Samantekt NBC úr viðtalinu Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Þess krafist að Flynn láti rannsóknarnefnd gögn í té Bandarísk rannsóknarnefnd hefur krafist þess formlega af Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, að hann láti nefndinni í té skjöl er varða möguleg tengsl hans við Rússa. 11. maí 2017 08:24 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist alltaf hafa ætlað að reka James Comey, yfirmann Alríkislögreglunnar eða FBI og að hann hafi staðið sig illa í starfi. Hann kallar Comey „monthana“ og segist forsetinn hafa spurt Comey hvort hann væri sjálfur til rannsóknar vegna meints samráðs starfsmanna framboðs Trump við yfirvöld í Rússlandi. Þetta sagði forsetinn í viðtali við NBC News nú í dag. Bæði dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og aðstoðardómsmálaráðherra, Jeff Sessions og Rod Rosenstein, sendu í vikunni bréf til Trump þar sem þeir lögðu til að Comey yrði rekinn. Í þeim bréfum var sú ástæða gefin að Comey hefði ekki tekið á máli tölvupósta Hillary Clinton með réttum hætti. Talsmenn Trump hafa í gær og í fyrradag ítrekað haldið því fram í mörgum fjölmiðlum að sú ástæða væri rétt. Þeirra á meðal er Mike Pence, varaforseti Trump. Hann sagði fjölmiðlum í gær að ákvörðun forsetans hefði byggt á tillögum Sessions og Rosenstein.Trump sjálfur sagði í uppsagnarbréfi Comey að hann væri að fylgja tillögum Sessions og Rosenstein en nú virðist hafa gefa lítið fyrir þær tillögur og segir brottreksturinn alltaf hafa staðið til. „Óháð tillögunum, þá ætlaði ég mér að reka Comey,“ segir Trump í viðtalinu. Talskona Trump sagði í gærkvöldi að forsetinn hefði verið að íhuga að reka Comey allt frá því að hann varð forseti Bandaríkjanna og að hann hefði framið „grimmdarverk“ í starfi sínu. Á undanförnum mánuðum hefur forsetinn sjálfur og talsmenn hans hins vegar ítrekað lýst yfir stuðningi við Comey í starfi.Sjá einnig: Forsetinn sagður hafa verið reiður Comey Starfsmenn Hvíta hússins hafa einnig haldið því fram að Comey hafi misst stuðning starfsmanna FBI. Starfandi yfirmaður FBI, Andrew McGabe, sagði hins vegar nefnd öldungaþingmanna um njósnamál í dag að sú væri ekki raunin. Comey nyti mikils stuðnings innan Alríkislögreglunnar.Jeff Sessions, sem sagði sig frá öllum rannsóknum vegna afskipta Rússa af kosningunum eftir að hann sagði ósatt um fundi sína og sendiherra Rússlands, leiðir nú leitina að nýjum yfirmanni Alríkislögreglunnar.Samantekt NBC úr viðtalinu
Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Þess krafist að Flynn láti rannsóknarnefnd gögn í té Bandarísk rannsóknarnefnd hefur krafist þess formlega af Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, að hann láti nefndinni í té skjöl er varða möguleg tengsl hans við Rússa. 11. maí 2017 08:24 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48
Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57
Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43
Þess krafist að Flynn láti rannsóknarnefnd gögn í té Bandarísk rannsóknarnefnd hefur krafist þess formlega af Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, að hann láti nefndinni í té skjöl er varða möguleg tengsl hans við Rússa. 11. maí 2017 08:24
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30