Loksins sigur hjá Swansea en staðan er sú sama Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. apríl 2017 16:00 Allen reynir að loka á Gylfa í leiknum í dag vísir/getty Þrátt fyrir góðan 2-0 sigur er Swansea enn í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni eftir að tíu leikmenn Hull náðu að kreista fram 2-0 sigur gegn Watford á heimavelli. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea voru án sigurs frá því í byrjun mars fyrir leik dagsins og voru fyrir vikið búnir að sogast niður í fallsæti þegar stutt er eftir af mótinu. Gylfi lagði upp fyrsta mark Swansea fyrir Fernando Llorente eftir hornspyrnu og var staðan 1-0 í hálfleik, heimamönnum í vil. Marko Arnautovic fékk gullið tækifæri til að jafna metin af vítapunktinum en setti boltann hátt yfir um miðbik seinni hálfleiks. Það virtist vekja leikmenn Swansea aftur til lífsins því aðeins tveimur mínútum síðar var annað mark komið en þar var að verki Tom Carroll með stórkostlegu skoti sem fór af Joe Allen og í netið. Lauk leiknum með 2-0 sigri Swansea sem kemst upp í 31 stig eftir 34 umferðir með sigrinum og er að skilja Middlesbrough og Sunderland eftir en það breytti hinsvegar engu um stöðu liðsins í deildinni. Hull City vann á sama tíma 2-0 sigur á Watford á heimavelli þrátt fyrir að leika manni færri frá 25. mínútu leiksins þegar Omar Niasse var vikið af velli með beint rautt spjald. Lánsmaðurinn Lazar Markovic kom Hull yfir og í seinni hálfleik bætti Sam Clucas við öðru marki heimamanna en Hull hefur nú fengið 20 af 24 stigum í síðustu átta leikjum á heimavelli. Þá heldur ótrúlegur árangur Marcos Silva, knattspyrnustjóra Hull á heimavelli, áfram en Silva sem hefur ekki tapað heimaleik í rúmlega þrjú ár með Estoril, Sporting Lisbon, Olympiacos og nú Hull. Þá vann Bournemouth öruggan 4-0 sigur á heimavelli gegn Middlesbrough en heimamenn náðu snemma tveggja marka forskoti og stuttu síðar var Gaston Ramirez vikið af velli með rautt spjald. Að lokum gerðu West Ham og Everton markalaust jafntefli á heimavelli West Ham í Lundúnum.Staðan í leikjunum: Bournemouth 4-0 Middlesbrough Hull City 2-0 Watford Swansea 2-0 Stoke City West Ham 0-0 Everton15:50 Verið að flauta til leiksloka út um allt. Frábær sigur Swansea þýðir lítið sem ekkert þar sem næstu lið, Hull og Bournemouth, unnu bæði leiki sína.15:29 Tíu leikmenn Hull að bæta við! Clucas kemur Hull 2-0 yfir á heimavelli og það stefnir í enn einn heimasigurinn undir stjórn Marcos Silva sem tapar aldrei á heimavelli.15:27 Á sama tíma kemst Bournemouth 3-0 yfir og endanlega lokar leiknum gegn Middlesbrough.15:27 Þvílíkar mínútur fyrir Swansea! Tom Carroll kemur þeim 2-0 yfir með skoti sem fer af Joe Allen og yfir markmann Stoke. Heppnisfnykur yfir þessu en Paul Clement gæti varla verið meira sama.15:25 Víti dæmt á Swansea! Fernandez fellir Arnautovic inn í teignum og sá austurríski fer sjálfur á punktinn. Hann setur boltann hálfa leiðina yfir til Englands á nýjan leik svo langt yfir fer boltinn!15:20 Tíu leikmenn Hull komast yfir! Þrátt fyrir að vera manni færri frá 25. mínútu kemur lánsmaðurinn Lazar Markovic heimamönnum yfir.14:45 Búið að flauta til hálfleiks á Englandi, staðan enn markalaus á KC Stadium og Ólympíuvellinum en Bournemouth siglir hraðferð að öruggum sigri. Svanirnir leiða með einu marki í hálfleik en Stoke var farið að banka á dyrnar undir lok fyrri hálfleiks.14:25 Greinilegur taugatitringur hjá liðunum sem eru að berjast við fallið. Núna er það Hull sem missir mann af velli með rautt spjald, Omar Niasse fær beint rautt spjald á 25. mínútu.14:20 Allt á afturfótunum hjá Middlesbrough. Afobe bætir við marki fyrir Bournemouth og stuttu síðar fær Gaston Ramirez rautt spjald á 20. mínútu leiksins. Gestirnir því manni færri og tveimur mörkum undir þegar sjötíu mínútur eru eftir.14:09 Swansea kemst yfir! Fernando Llorente skallar boltann í fjærhornið eftir hornspyrnu frá Gylfa sem er búinn að vera ógnandi á fyrstu mínútunum. Sannfærandi byrjun hjá heimamönnum.14:03 Gylfi fær sendingu inn á teiginn en nær ekki almennilegri móttöku og fer skot/sending hans yfir.14.00 Jæja þá er búið að flauta leikina á og fyrsta markið kemur á aðeins annarri mínútu! Norðmaðurinn Joshua King búiinn að koma Bournemouth yfir á heimavelli gegn Middlesbrough. Nýliðarnir á hraðferð niður í Championship á ný.Fyrir leik: Okkar fókus verður á leik Swansea og Stoke þar sem okkar maður Gylfi Þór er að sjálfsögðu í byrjunarliðinu, Swansea hefur ekki unnið leik síðan í byrjun mars í ensku úrvalsdeildinni.Fyrir leiki: Jæja góðan daginn og velkomin með okkur í beina lýsingu frá leikjunum fjórum í ensku úrvalsdeildinni, það er fallfnykur yfir þessu enda margir leikir á milli liðanna í neðri hluta töflunnar. Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Þrátt fyrir góðan 2-0 sigur er Swansea enn í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni eftir að tíu leikmenn Hull náðu að kreista fram 2-0 sigur gegn Watford á heimavelli. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea voru án sigurs frá því í byrjun mars fyrir leik dagsins og voru fyrir vikið búnir að sogast niður í fallsæti þegar stutt er eftir af mótinu. Gylfi lagði upp fyrsta mark Swansea fyrir Fernando Llorente eftir hornspyrnu og var staðan 1-0 í hálfleik, heimamönnum í vil. Marko Arnautovic fékk gullið tækifæri til að jafna metin af vítapunktinum en setti boltann hátt yfir um miðbik seinni hálfleiks. Það virtist vekja leikmenn Swansea aftur til lífsins því aðeins tveimur mínútum síðar var annað mark komið en þar var að verki Tom Carroll með stórkostlegu skoti sem fór af Joe Allen og í netið. Lauk leiknum með 2-0 sigri Swansea sem kemst upp í 31 stig eftir 34 umferðir með sigrinum og er að skilja Middlesbrough og Sunderland eftir en það breytti hinsvegar engu um stöðu liðsins í deildinni. Hull City vann á sama tíma 2-0 sigur á Watford á heimavelli þrátt fyrir að leika manni færri frá 25. mínútu leiksins þegar Omar Niasse var vikið af velli með beint rautt spjald. Lánsmaðurinn Lazar Markovic kom Hull yfir og í seinni hálfleik bætti Sam Clucas við öðru marki heimamanna en Hull hefur nú fengið 20 af 24 stigum í síðustu átta leikjum á heimavelli. Þá heldur ótrúlegur árangur Marcos Silva, knattspyrnustjóra Hull á heimavelli, áfram en Silva sem hefur ekki tapað heimaleik í rúmlega þrjú ár með Estoril, Sporting Lisbon, Olympiacos og nú Hull. Þá vann Bournemouth öruggan 4-0 sigur á heimavelli gegn Middlesbrough en heimamenn náðu snemma tveggja marka forskoti og stuttu síðar var Gaston Ramirez vikið af velli með rautt spjald. Að lokum gerðu West Ham og Everton markalaust jafntefli á heimavelli West Ham í Lundúnum.Staðan í leikjunum: Bournemouth 4-0 Middlesbrough Hull City 2-0 Watford Swansea 2-0 Stoke City West Ham 0-0 Everton15:50 Verið að flauta til leiksloka út um allt. Frábær sigur Swansea þýðir lítið sem ekkert þar sem næstu lið, Hull og Bournemouth, unnu bæði leiki sína.15:29 Tíu leikmenn Hull að bæta við! Clucas kemur Hull 2-0 yfir á heimavelli og það stefnir í enn einn heimasigurinn undir stjórn Marcos Silva sem tapar aldrei á heimavelli.15:27 Á sama tíma kemst Bournemouth 3-0 yfir og endanlega lokar leiknum gegn Middlesbrough.15:27 Þvílíkar mínútur fyrir Swansea! Tom Carroll kemur þeim 2-0 yfir með skoti sem fer af Joe Allen og yfir markmann Stoke. Heppnisfnykur yfir þessu en Paul Clement gæti varla verið meira sama.15:25 Víti dæmt á Swansea! Fernandez fellir Arnautovic inn í teignum og sá austurríski fer sjálfur á punktinn. Hann setur boltann hálfa leiðina yfir til Englands á nýjan leik svo langt yfir fer boltinn!15:20 Tíu leikmenn Hull komast yfir! Þrátt fyrir að vera manni færri frá 25. mínútu kemur lánsmaðurinn Lazar Markovic heimamönnum yfir.14:45 Búið að flauta til hálfleiks á Englandi, staðan enn markalaus á KC Stadium og Ólympíuvellinum en Bournemouth siglir hraðferð að öruggum sigri. Svanirnir leiða með einu marki í hálfleik en Stoke var farið að banka á dyrnar undir lok fyrri hálfleiks.14:25 Greinilegur taugatitringur hjá liðunum sem eru að berjast við fallið. Núna er það Hull sem missir mann af velli með rautt spjald, Omar Niasse fær beint rautt spjald á 25. mínútu.14:20 Allt á afturfótunum hjá Middlesbrough. Afobe bætir við marki fyrir Bournemouth og stuttu síðar fær Gaston Ramirez rautt spjald á 20. mínútu leiksins. Gestirnir því manni færri og tveimur mörkum undir þegar sjötíu mínútur eru eftir.14:09 Swansea kemst yfir! Fernando Llorente skallar boltann í fjærhornið eftir hornspyrnu frá Gylfa sem er búinn að vera ógnandi á fyrstu mínútunum. Sannfærandi byrjun hjá heimamönnum.14:03 Gylfi fær sendingu inn á teiginn en nær ekki almennilegri móttöku og fer skot/sending hans yfir.14.00 Jæja þá er búið að flauta leikina á og fyrsta markið kemur á aðeins annarri mínútu! Norðmaðurinn Joshua King búiinn að koma Bournemouth yfir á heimavelli gegn Middlesbrough. Nýliðarnir á hraðferð niður í Championship á ný.Fyrir leik: Okkar fókus verður á leik Swansea og Stoke þar sem okkar maður Gylfi Þór er að sjálfsögðu í byrjunarliðinu, Swansea hefur ekki unnið leik síðan í byrjun mars í ensku úrvalsdeildinni.Fyrir leiki: Jæja góðan daginn og velkomin með okkur í beina lýsingu frá leikjunum fjórum í ensku úrvalsdeildinni, það er fallfnykur yfir þessu enda margir leikir á milli liðanna í neðri hluta töflunnar.
Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn