Costa með tvö mörk er Chelsea náði sjö stiga forystu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2017 20:30 Costa og Cahill voru báðir á skotskónum. vísir/getty Diego Costa skoraði tvívegis þegar Chelsea vann 4-2 sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum náði Chelsea sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar. Tottenham getur minnkað forskotið niður í fjögur stig með sigri á Crystal Palace annað kvöld. Southampton er áfram í 9. sæti deildarinnar en liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð með markatölunni 7-2. Leikurinn var aðeins fimm mínútna gamall þegar Eden Hazard skoraði með góðu skoti úr vítateignum eftir sendingu frá Costa. Southampton vann sig inn í leikinn eftir þetta og Oriel Romeu jafnaði metin á 24. mínútu þegar hann skoraði gegn sínum gömlu félögum. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom Gary Cahill Chelsea aftur yfir með góðum skalla og staðan 2-1 í hálfleik. Costa kom Chelsea í 3-1 þegar hann skoraði með skalla af stuttu færi á 53. mínútu. Spænski Brassinn var svo aftur á ferðinni mínútu fyrir leikslok þegar hann skoraði laglegt mark eftir samleik við Hazard og Pedro. Ryan Bertrand lagaði stöðuna í uppbótartíma en sigri Chelsea var ekki ógnað. Lokatölur 4-2, Chelsea í vil. Hér að neðan má lesa lýsingu frá gangi mála.90+4. mín: MARK!!! Ryan Bertrand skorar gegn sínum gömlu félögum! Rís hæst í teignum og skallar boltann framhjá Courtois. Báðir markaskorarar Southampton eru fyrrum leikmenn Chelsea.89. mín: MARK!!! Costa skorar sitt annað mark og það er í laglegri kantinum! Tekur þríhyrninga við Hazard og Pedro og skorar svo framhjá Forster. Spænski Brassinn kominn með 19 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur.81. mín: N'Golo Kanté í dauðafæri en Fraser Forster ver vel.76. mín: Pedro kemur inn fyrir Fábregas. Spánverji inn fyrir Spánverja.69. mín: James Ward-Prowse með stórhættulega hornspyrnu. Boltinn berst á fjær á Gabbiadini sem skýtur í hliðarnetið.68. mín: Redmond kemur inn fyrir Boufal. Spurning hvort þessi skipting hleypi einhverju lífi í sóknarleik gestanna.53. mín: MARK!!! Costa kemur Chelsea í 3-1 með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Fábregas. Skelfilegur varnarleikur hjá Southampton eins og í fyrstu tveimur mörkunum.Seinni hálfleikur hafinn: Mason flautar seinni hálfleikinn á! Engar breytingar á liðunum.Fyrri hálfleik lokið: Chelsea fer með 2-1 forystu til búningsherbergja eftir fjörugan fyrri hálfleik.45+1. mín: MARK!!! Cahill kemur Chelsea aftur yfir með skalla eftir að boltinn datt fyrir hann í miðjum teignum! Cahill skorar alltaf sín mörk.42. mín: Boufal þrumar boltanum í hliðarnetið úr þröngu færi. Chelsea brunar í sókn, Hazard kemst í fína stöðu en hættir við að skjóta og Dýrlingarnir ná að bjarga.33. mín: Dýrlingarnir eru með yfirhöndina þessar mínúturnar. Chelsea nær litlum takti í sitt spil.24. mín: MARK!!! Romeu skorar gegn sínum gömlu félögum og jafnar metin! Manolo Gabbiadini fær boltann á fjærstöng eftir hornspyrnu og á skot sem Thibaut Courtois ver en boltinn dettur fyrir Romeu sem ýtir honum yfir línuna.18. mín: Hazard í fínu færi en skýtur hátt yfir.5. mín: MARK!!! Hazard kemur Chelsea yfir með góðu skoti úr teignum eftir sendingu frá Costa! Hazard og Costa voru tveir gegn sex varnarmönnum Southampton sem horfðu bara á.Leikur hafinn: Lee Mason flautar til leiks!Fyrir leik:Chelsea nær sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í kvöld. Tottenham, sem er í 2. sætinu, mætir sjóðheitu liði Crystal Palace annað kvöld.Fyrir leik:Claude Puel, knattspyrnustjóri Southampton, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Oriol Romeu og Sofiane Boufal koma inn fyrir Pierre-Emile Hojberg og Nathan Redmond.Fyrir leik:Eden Hazard, Diego Costa, Gary Cahill og Cesc Fábregas koma inn í byrjunarlið Chelsea frá 4-2 sigrinum á Tottenham í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Út fara Pedro, Willian, Nathan Aké og Michy Batshuayi.Fyrir leik:Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá leik Chelsea og Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Diego Costa skoraði tvívegis þegar Chelsea vann 4-2 sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum náði Chelsea sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar. Tottenham getur minnkað forskotið niður í fjögur stig með sigri á Crystal Palace annað kvöld. Southampton er áfram í 9. sæti deildarinnar en liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð með markatölunni 7-2. Leikurinn var aðeins fimm mínútna gamall þegar Eden Hazard skoraði með góðu skoti úr vítateignum eftir sendingu frá Costa. Southampton vann sig inn í leikinn eftir þetta og Oriel Romeu jafnaði metin á 24. mínútu þegar hann skoraði gegn sínum gömlu félögum. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom Gary Cahill Chelsea aftur yfir með góðum skalla og staðan 2-1 í hálfleik. Costa kom Chelsea í 3-1 þegar hann skoraði með skalla af stuttu færi á 53. mínútu. Spænski Brassinn var svo aftur á ferðinni mínútu fyrir leikslok þegar hann skoraði laglegt mark eftir samleik við Hazard og Pedro. Ryan Bertrand lagaði stöðuna í uppbótartíma en sigri Chelsea var ekki ógnað. Lokatölur 4-2, Chelsea í vil. Hér að neðan má lesa lýsingu frá gangi mála.90+4. mín: MARK!!! Ryan Bertrand skorar gegn sínum gömlu félögum! Rís hæst í teignum og skallar boltann framhjá Courtois. Báðir markaskorarar Southampton eru fyrrum leikmenn Chelsea.89. mín: MARK!!! Costa skorar sitt annað mark og það er í laglegri kantinum! Tekur þríhyrninga við Hazard og Pedro og skorar svo framhjá Forster. Spænski Brassinn kominn með 19 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur.81. mín: N'Golo Kanté í dauðafæri en Fraser Forster ver vel.76. mín: Pedro kemur inn fyrir Fábregas. Spánverji inn fyrir Spánverja.69. mín: James Ward-Prowse með stórhættulega hornspyrnu. Boltinn berst á fjær á Gabbiadini sem skýtur í hliðarnetið.68. mín: Redmond kemur inn fyrir Boufal. Spurning hvort þessi skipting hleypi einhverju lífi í sóknarleik gestanna.53. mín: MARK!!! Costa kemur Chelsea í 3-1 með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Fábregas. Skelfilegur varnarleikur hjá Southampton eins og í fyrstu tveimur mörkunum.Seinni hálfleikur hafinn: Mason flautar seinni hálfleikinn á! Engar breytingar á liðunum.Fyrri hálfleik lokið: Chelsea fer með 2-1 forystu til búningsherbergja eftir fjörugan fyrri hálfleik.45+1. mín: MARK!!! Cahill kemur Chelsea aftur yfir með skalla eftir að boltinn datt fyrir hann í miðjum teignum! Cahill skorar alltaf sín mörk.42. mín: Boufal þrumar boltanum í hliðarnetið úr þröngu færi. Chelsea brunar í sókn, Hazard kemst í fína stöðu en hættir við að skjóta og Dýrlingarnir ná að bjarga.33. mín: Dýrlingarnir eru með yfirhöndina þessar mínúturnar. Chelsea nær litlum takti í sitt spil.24. mín: MARK!!! Romeu skorar gegn sínum gömlu félögum og jafnar metin! Manolo Gabbiadini fær boltann á fjærstöng eftir hornspyrnu og á skot sem Thibaut Courtois ver en boltinn dettur fyrir Romeu sem ýtir honum yfir línuna.18. mín: Hazard í fínu færi en skýtur hátt yfir.5. mín: MARK!!! Hazard kemur Chelsea yfir með góðu skoti úr teignum eftir sendingu frá Costa! Hazard og Costa voru tveir gegn sex varnarmönnum Southampton sem horfðu bara á.Leikur hafinn: Lee Mason flautar til leiks!Fyrir leik:Chelsea nær sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í kvöld. Tottenham, sem er í 2. sætinu, mætir sjóðheitu liði Crystal Palace annað kvöld.Fyrir leik:Claude Puel, knattspyrnustjóri Southampton, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Oriol Romeu og Sofiane Boufal koma inn fyrir Pierre-Emile Hojberg og Nathan Redmond.Fyrir leik:Eden Hazard, Diego Costa, Gary Cahill og Cesc Fábregas koma inn í byrjunarlið Chelsea frá 4-2 sigrinum á Tottenham í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Út fara Pedro, Willian, Nathan Aké og Michy Batshuayi.Fyrir leik:Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá leik Chelsea og Southampton í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira