Eriksen hetja Tottenham á Selhurst Park Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2017 21:00 Eriksen fagnar marki sínu. vísir/getty Tottenham minnkaði forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig með 0-1 sigri á Crystal Palace á Selhurst Park í kvöld. Christian Eriksen skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu. Daninn fékk þá boltann fyrir utan teig, lét vaða og inn fór boltinn. Tottenham og Chelsea hafa bæði leikið 34 leiki og eiga því fjóra leiki eftir í vetur. Palace er í 12. sæti deildarinnar með 38 stig.20:55: Leik lokið á Selhurst Park. Baráttusigur hjá Tottenham.20:40: Leik lokið á Emirates og Riverside. 1-0 sigrar hjá Arsenal og Boro.20:34: MARK!!! Christian Eriksen kemur Spurs yfir! Fær boltann fyrir utan teig og lætur bara vaða. Mikilvægt mark.20:28: MARK!!! Arsenal er komið yfir! Robert Huth með sjálfsmark. Nacho Monreal á skot sem fer af Þjóðverjanum og í netið.20:21: Staðan er enn markalaus á Emirates. Þá geta strákarnir hans Wengers nánast kvatt Meistaradeildarsætið.20:14: Walker með góða fyrirgjöf en Alli hittir ekki markið úr dauðafæri!20:12: Sakho virðist illa meiddur og er borinn af velli. Áfall fyrir Palace. Stóri Sam er þungt hugsi á hliðarlínunni. Sakho virtist festa takkanna í grasinu og hnéð fór í undarlega stöðu. Damian Delaney kemur inn á fyrir Sakho.19:48: Seinni hálfleikurinn er hafinn á Riverside og Emirates.19:46: Fyrri hálfleiknum á Selhurst Park er lokið. Staðan markalaus. Tottenham þarf að gera betur í seinni hálfleiknum.19:34: Alexis Sánchez á skot í slá rétt áður en flautað er til hálfleiks á Emirates. Það er einnig kominn hálfleikur á Riverside. Það er aðeins eitt mark komið í leikjunum þremur. Það gerði De Roon fyrir Boro gegn Sunderland.19:27: Enn markalaust á Emirates og Selhurst Park.19:00: Leikurinn á Selhurst Park er hafinn!18:54: MARK!!! Marten De Roon kemur Boro yfir í grannaslagnum gegn Sunderland. Frábær byrjun hjá heimamönnum.18:45: Það er búið að flauta til leiks á Riverside og Emirates!18:35: Tottenham getur minnkað forskot toppliðs Chelsea niður í þrjú stig með sigri á Selhurst Park. Geri Spurs-menn það ekki er nánast hægt að afhenda Chelsea bikarinn.18:20: Steve Agnew gerir tvær breytingar frá síðasta leik. Cristhian Stuani og Adam Forshaw koma inn fyrir Gastón Ramírez og Antonio Barragán. David Moyes teflir hins vegar fram óbreyttu byrjunarliði.18:17: Arsene Wenger gerir fjórar breytingar frá bikarsigrinum á Manchester City á sunnudaginn. Héctor Bellerín, Francis Coquelin, Kieran Gibbs og Theo Walcott koma inn fyrir Rob Holding, Alex Oxlade-Chamberlin, Aaron Ramsey og Olivier Giroud. Craig Shakespeare lætur eina breytingu duga. Danny Drinkwater kemur inn fyrir Andy King.18:15: Tottenham sækir sjóðheitt lið Crystal Palace heim. Mauricio Pochettino gerir tvær breytingu á byrjunarliði Tottenham frá bikarleiknum gegn Chelsea á laugardaginn. Kyle Walker og Ben Davies koma inn fyrir Kieran Trippier og Son Heung-Min. Stóri Sam Allardyce gerir tvær breytingar frá sigrinum á Liverpool á sunnudaginn. Mamadou Sakho og James McArthur koma inn fyrir James Tomkins og Yohan Cabaye.18:15: Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá gangi mála í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Tottenham minnkaði forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig með 0-1 sigri á Crystal Palace á Selhurst Park í kvöld. Christian Eriksen skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu. Daninn fékk þá boltann fyrir utan teig, lét vaða og inn fór boltinn. Tottenham og Chelsea hafa bæði leikið 34 leiki og eiga því fjóra leiki eftir í vetur. Palace er í 12. sæti deildarinnar með 38 stig.20:55: Leik lokið á Selhurst Park. Baráttusigur hjá Tottenham.20:40: Leik lokið á Emirates og Riverside. 1-0 sigrar hjá Arsenal og Boro.20:34: MARK!!! Christian Eriksen kemur Spurs yfir! Fær boltann fyrir utan teig og lætur bara vaða. Mikilvægt mark.20:28: MARK!!! Arsenal er komið yfir! Robert Huth með sjálfsmark. Nacho Monreal á skot sem fer af Þjóðverjanum og í netið.20:21: Staðan er enn markalaus á Emirates. Þá geta strákarnir hans Wengers nánast kvatt Meistaradeildarsætið.20:14: Walker með góða fyrirgjöf en Alli hittir ekki markið úr dauðafæri!20:12: Sakho virðist illa meiddur og er borinn af velli. Áfall fyrir Palace. Stóri Sam er þungt hugsi á hliðarlínunni. Sakho virtist festa takkanna í grasinu og hnéð fór í undarlega stöðu. Damian Delaney kemur inn á fyrir Sakho.19:48: Seinni hálfleikurinn er hafinn á Riverside og Emirates.19:46: Fyrri hálfleiknum á Selhurst Park er lokið. Staðan markalaus. Tottenham þarf að gera betur í seinni hálfleiknum.19:34: Alexis Sánchez á skot í slá rétt áður en flautað er til hálfleiks á Emirates. Það er einnig kominn hálfleikur á Riverside. Það er aðeins eitt mark komið í leikjunum þremur. Það gerði De Roon fyrir Boro gegn Sunderland.19:27: Enn markalaust á Emirates og Selhurst Park.19:00: Leikurinn á Selhurst Park er hafinn!18:54: MARK!!! Marten De Roon kemur Boro yfir í grannaslagnum gegn Sunderland. Frábær byrjun hjá heimamönnum.18:45: Það er búið að flauta til leiks á Riverside og Emirates!18:35: Tottenham getur minnkað forskot toppliðs Chelsea niður í þrjú stig með sigri á Selhurst Park. Geri Spurs-menn það ekki er nánast hægt að afhenda Chelsea bikarinn.18:20: Steve Agnew gerir tvær breytingar frá síðasta leik. Cristhian Stuani og Adam Forshaw koma inn fyrir Gastón Ramírez og Antonio Barragán. David Moyes teflir hins vegar fram óbreyttu byrjunarliði.18:17: Arsene Wenger gerir fjórar breytingar frá bikarsigrinum á Manchester City á sunnudaginn. Héctor Bellerín, Francis Coquelin, Kieran Gibbs og Theo Walcott koma inn fyrir Rob Holding, Alex Oxlade-Chamberlin, Aaron Ramsey og Olivier Giroud. Craig Shakespeare lætur eina breytingu duga. Danny Drinkwater kemur inn fyrir Andy King.18:15: Tottenham sækir sjóðheitt lið Crystal Palace heim. Mauricio Pochettino gerir tvær breytingu á byrjunarliði Tottenham frá bikarleiknum gegn Chelsea á laugardaginn. Kyle Walker og Ben Davies koma inn fyrir Kieran Trippier og Son Heung-Min. Stóri Sam Allardyce gerir tvær breytingar frá sigrinum á Liverpool á sunnudaginn. Mamadou Sakho og James McArthur koma inn fyrir James Tomkins og Yohan Cabaye.18:15: Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá gangi mála í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira