Agüero skoraði í fimmta deildarleiknum í röð og City upp í 3. sætið | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2017 18:15 Manchester City er komið upp í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 0-3 útisigur á Southampton í síðasta leik dagsins. Öll mörkin komu í seinni hálfleik. Vincent Kompany kom City í 0-1 þegar hann skallaði hornspyrnu Davids Silva í netið. Á 77. mínútu bætti Leroy Sané öðru marki við og Sergio Agüero kláraði svo dæmið þremur mínútum síðar. Argentínumaðurinn hefur nú skorað í fimm deildarleikjum í röð. Southampton er áfram í 9. sæti deildarinnar. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá gangi mála í ensku úrvalsdeildinni í dag.18:22: Leik lokið! City fer upp í 3. sætið eftir þennan flotta sigur.18:08: 0-3!!! Agüero klárar þetta með skalla á fjærstöng eftir fyrirgjöf frá Kevin De Bruyne.18:06: MARK!!! Sané tvöfaldar forystu City eftir flotta sókn!17:43: MARK!!! Vincent Kompany kemur City yfir! Silva með hornið og Kompany kemur á ferðinni og skallar boltann í netið.17:32: Neil Swarbrick flautar til seinni hálfleiks.Sané sleppur framhjá Cédric.vísir/getty17:15: Það er kominn hálfleikur í Southampton. Staðan markalaus.17:08: Leroy Sané sleppur í gegn en Fraser Forster gerir vel og slær boltann frá!17:06: David Silva skýtur í hliðarnetið úr góðu færi.17:00: Enn markalaust á velli heilagrar Maríu.16:44: Dusan Tadic skýtur yfir úr fínu færi. Þarna átti Serbinn að gera betur.16:42: Þetta fer nokkuð rólega af stað. City er meira með boltann eins og við mátti búast.16:30: Leikurinn á St. Mary's er hafinn!16:20: Man City getur komist upp í 3. sætið með sigri á Southampton í síðasta leik dagsins. Dýrlingarnir verða áfram í 9. sætinu sama hvernig fer í dag.Lukaku er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 24 mörk.vísir/getty15:57: Öllum leikjunum fimm er lokið. Úrslitin voru sem hér segir: Watford 1-0 Swansea Everton 3-1 Burnley Stoke 3-1 Hull Sunderland 2-2 West Ham Crystal Palace 2-2 Leicester15:49: Gylfi með tvær ágætis tilraunir. Það er smá líf í Svönunum.15:47: Fabio Borini jafnar fyrir Sunderland gegn West Ham! Stigið gerir ekki mikið fyrir Sunderland en það er skárra en tap. Það er reyndar nægur tími eftir en 10 mínútum var bætt við venjulegan leiktíma.15:39: Xherdan Shaqiri kemur Stoke í 3-1 gegn Hull. Það eru allavega góðar fréttir fyrir Swansea sem er ekkert sérstaklega líklegt til að jafna metin gegn Watford.15:32: Everton kemst yfir með sjálfsmarki Ben Mee og Romelu Lukaku bætir svo öðru marki við. Stefnir allt í áttunda heimasigur Everton í röð en liðið er að fara upp í 5. sæti deildarinnar.15:27: Christian Benteke jafnar metin fyrir Palace gegn Leicester. Endurkoma hjá strákunum hans Stóra Sams.15:25: Gamli maðurinn Peter Crouch kemur Stoke aftur í forystu gegn Hull. Og að sjálfsögðu skoraði hann með skalla.Vardy getur ekki hætt að skora þessa dagana.vísir/getty15:12: Yohan Cabaye minnkar muninn í 1-2 fyrir Palace gegn Leicester, aðeins tveimur mínútum eftir að Vardy skoraði annað mark ensku meistaranna.15:10: Það rignir inn mörkum! Jamie Vardy skorar annað mark Leicester gegn Crystal Palace. Tólfta deildarmark Vardys á tímabilinu.15:09: Allt að gerast! Harry Maguire jafnar fyrir Hull gegn Stoke.15:09: Forysta Everton entist ekki lengi því Sam Vokes er búinn að jafna fyrir Burnley úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.15:07: Phil Jagielka kemur Everton yfir gegn Hull! Hann hefur nú skorað í þremur leikjum í röð.15:04: James Collins kemur West Ham aftur yfir gegn Sunderland.15:00: Seinni hálfleikurinn er hafinn í leikjunum fimm.14:47: Það er búið að flauta til hálfleiks í leikjunum fimm. Staðan í þeim er eftirfarandi: Watford 1-0 Swansea Everton 0-0 Burnley Stoke 1-0 Hull Sunderland 1-1 West Ham Crystal Palace 0-1 Leicester14:41: MARK á Vicarage Road! Alfie Mawson með skelfileg mistök í vörn Swansea, Étienne Capoue sleppur í gegn, Fabianski ver frá honum en Frakkinn tekur frákastið og skorar! Skelfileg mistök hjá Mawson sem reyndi að leika á Capoue með skelfilegum afleiðingum.14:27: Wahbi Kahzri jafnar metin fyrir Sunderland með marki beint úr hornspyrnu!14:26: Troy Deeney með skot af stuttu færi sem Lukasz Fabianski ver virkilega vel.Arnautovic kemur Stoke yfir gegn Hull.vísir/getty14:08: Gylfi með hörkuskot sem Gomes ver!14:07: Robert Huth kemur Leicester yfir gegn Crystal Palace. Þjóðverjinn skallar boltann í netið eftir langt innkast frá Christian Fuchs.14:06: Marco Arnautovic kemur Stoke yfir gegn Hull með frábæru skoti í slá og inn!14:05: Það ekki af Sunderland að ganga! André Ayew kemur West Ham yfir á Ljósvangi.14:00: Það er búið að flauta til leiks á fimm völlum. Þetta eru leikirnir sem hófust núna klukkan 14:00. Watford - Swansea Everton - Burnley Stoke - Hull Sunderland - West Ham Crystal Palace - Leicester13:56: Gylfi og félagar ganga inn á Vicarage Road. Okkar maður tekur sig vel út með fyrirliðabandið.13:33: Gylfi Þór Sigurðsson er að sjálfsögðu í byrjunarliði Swansea og er fyrirliði í dag. Svanirnir þurfa nauðsynlega á sigri að halda í fallbaráttunni.Janssen skoraði loks úr opnum leik, í sínum 24. leik í ensku úrvalsdeildinni.vísir/getty13:21: Leik lokið á White Hart Lane! Öruggur 4-0 sigur Spurs staðreynd. Forskot Chelsea er nú aðeins fjögur stig en Lundúnaliðið mætir Manchester United á morgun.13:20: 4-0!!! Janssen skorar fjórða mark Spurs og sitt fyrsta mark úr opnum leik í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn var búinn að bíða lengi eftir þessu.12:54: Leikmenn Tottenham halda áfram að reyna á Boruc sem heldur áfram að verja. Spurs hefur átt 15 skot í leiknum en Bournemouth aðeins eitt.12:36: 3-0!!! Kane skorar þriðja mark Spurs! Fer illa með Simon Francis og skorar framhjá Boruc. Mark númer 20 hjá Kane í ensku úrvalsdeildinni. Bournemouth kemur ekki til baka úr þessu.12:34: Seinni hálfleikur er hafinn. Engar breytingar á liðunum.12:18: Hálfleikur á White Hart Lane. Tottenham leiðir 2-0 og forystan gæti verið enn meiri. Stefnir allt í sjöunda sigurinn í röð.Son Heung-min fagnar marki sínu.vísir/getty11:49: 2-0!!! Son Heung-min kemur Spurs í 2-0 með sínu tólfta deildarmarki! Heimamenn ganga hreint til verks og eru hreinlega að valta yfir gestina frá Bournemouth.11:46: MARK! Dembélé kemur Tottenham yfir með hægri fótar skoti eftir hornspyrnu frá Christian Eriksen. Fyrsta deildarmark Belgans í vetur.11:43: Moussa Dembélé með hörkuskot sem Arthur Boruc ver. Tottenham byrjar leikinn miklu betur.11:30: Leikurinn er hafinn!11:22: Tottenham getur minnkað forskot toppliðs Chelsea niður í fjögur stig með sigri í dag.11:13: Tottenham tekur á móti Bournemouth í fyrsta leik dagsins. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu sem vann 4-0 sigur á Watford um síðustu helgi. Harry Kane og Kyle Walker kom inn fyrir Vincent Janssen og Kieran Trippier. Eddie Howe, stjóri Bournemouth, gerir eina breytingu; Junior Stanislas kemur inn fyrir Ryan Fraser.11:10: Góðan daginn og velkomin í beina lýsingu frá gangi mála í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Manchester City er komið upp í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 0-3 útisigur á Southampton í síðasta leik dagsins. Öll mörkin komu í seinni hálfleik. Vincent Kompany kom City í 0-1 þegar hann skallaði hornspyrnu Davids Silva í netið. Á 77. mínútu bætti Leroy Sané öðru marki við og Sergio Agüero kláraði svo dæmið þremur mínútum síðar. Argentínumaðurinn hefur nú skorað í fimm deildarleikjum í röð. Southampton er áfram í 9. sæti deildarinnar. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá gangi mála í ensku úrvalsdeildinni í dag.18:22: Leik lokið! City fer upp í 3. sætið eftir þennan flotta sigur.18:08: 0-3!!! Agüero klárar þetta með skalla á fjærstöng eftir fyrirgjöf frá Kevin De Bruyne.18:06: MARK!!! Sané tvöfaldar forystu City eftir flotta sókn!17:43: MARK!!! Vincent Kompany kemur City yfir! Silva með hornið og Kompany kemur á ferðinni og skallar boltann í netið.17:32: Neil Swarbrick flautar til seinni hálfleiks.Sané sleppur framhjá Cédric.vísir/getty17:15: Það er kominn hálfleikur í Southampton. Staðan markalaus.17:08: Leroy Sané sleppur í gegn en Fraser Forster gerir vel og slær boltann frá!17:06: David Silva skýtur í hliðarnetið úr góðu færi.17:00: Enn markalaust á velli heilagrar Maríu.16:44: Dusan Tadic skýtur yfir úr fínu færi. Þarna átti Serbinn að gera betur.16:42: Þetta fer nokkuð rólega af stað. City er meira með boltann eins og við mátti búast.16:30: Leikurinn á St. Mary's er hafinn!16:20: Man City getur komist upp í 3. sætið með sigri á Southampton í síðasta leik dagsins. Dýrlingarnir verða áfram í 9. sætinu sama hvernig fer í dag.Lukaku er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 24 mörk.vísir/getty15:57: Öllum leikjunum fimm er lokið. Úrslitin voru sem hér segir: Watford 1-0 Swansea Everton 3-1 Burnley Stoke 3-1 Hull Sunderland 2-2 West Ham Crystal Palace 2-2 Leicester15:49: Gylfi með tvær ágætis tilraunir. Það er smá líf í Svönunum.15:47: Fabio Borini jafnar fyrir Sunderland gegn West Ham! Stigið gerir ekki mikið fyrir Sunderland en það er skárra en tap. Það er reyndar nægur tími eftir en 10 mínútum var bætt við venjulegan leiktíma.15:39: Xherdan Shaqiri kemur Stoke í 3-1 gegn Hull. Það eru allavega góðar fréttir fyrir Swansea sem er ekkert sérstaklega líklegt til að jafna metin gegn Watford.15:32: Everton kemst yfir með sjálfsmarki Ben Mee og Romelu Lukaku bætir svo öðru marki við. Stefnir allt í áttunda heimasigur Everton í röð en liðið er að fara upp í 5. sæti deildarinnar.15:27: Christian Benteke jafnar metin fyrir Palace gegn Leicester. Endurkoma hjá strákunum hans Stóra Sams.15:25: Gamli maðurinn Peter Crouch kemur Stoke aftur í forystu gegn Hull. Og að sjálfsögðu skoraði hann með skalla.Vardy getur ekki hætt að skora þessa dagana.vísir/getty15:12: Yohan Cabaye minnkar muninn í 1-2 fyrir Palace gegn Leicester, aðeins tveimur mínútum eftir að Vardy skoraði annað mark ensku meistaranna.15:10: Það rignir inn mörkum! Jamie Vardy skorar annað mark Leicester gegn Crystal Palace. Tólfta deildarmark Vardys á tímabilinu.15:09: Allt að gerast! Harry Maguire jafnar fyrir Hull gegn Stoke.15:09: Forysta Everton entist ekki lengi því Sam Vokes er búinn að jafna fyrir Burnley úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.15:07: Phil Jagielka kemur Everton yfir gegn Hull! Hann hefur nú skorað í þremur leikjum í röð.15:04: James Collins kemur West Ham aftur yfir gegn Sunderland.15:00: Seinni hálfleikurinn er hafinn í leikjunum fimm.14:47: Það er búið að flauta til hálfleiks í leikjunum fimm. Staðan í þeim er eftirfarandi: Watford 1-0 Swansea Everton 0-0 Burnley Stoke 1-0 Hull Sunderland 1-1 West Ham Crystal Palace 0-1 Leicester14:41: MARK á Vicarage Road! Alfie Mawson með skelfileg mistök í vörn Swansea, Étienne Capoue sleppur í gegn, Fabianski ver frá honum en Frakkinn tekur frákastið og skorar! Skelfileg mistök hjá Mawson sem reyndi að leika á Capoue með skelfilegum afleiðingum.14:27: Wahbi Kahzri jafnar metin fyrir Sunderland með marki beint úr hornspyrnu!14:26: Troy Deeney með skot af stuttu færi sem Lukasz Fabianski ver virkilega vel.Arnautovic kemur Stoke yfir gegn Hull.vísir/getty14:08: Gylfi með hörkuskot sem Gomes ver!14:07: Robert Huth kemur Leicester yfir gegn Crystal Palace. Þjóðverjinn skallar boltann í netið eftir langt innkast frá Christian Fuchs.14:06: Marco Arnautovic kemur Stoke yfir gegn Hull með frábæru skoti í slá og inn!14:05: Það ekki af Sunderland að ganga! André Ayew kemur West Ham yfir á Ljósvangi.14:00: Það er búið að flauta til leiks á fimm völlum. Þetta eru leikirnir sem hófust núna klukkan 14:00. Watford - Swansea Everton - Burnley Stoke - Hull Sunderland - West Ham Crystal Palace - Leicester13:56: Gylfi og félagar ganga inn á Vicarage Road. Okkar maður tekur sig vel út með fyrirliðabandið.13:33: Gylfi Þór Sigurðsson er að sjálfsögðu í byrjunarliði Swansea og er fyrirliði í dag. Svanirnir þurfa nauðsynlega á sigri að halda í fallbaráttunni.Janssen skoraði loks úr opnum leik, í sínum 24. leik í ensku úrvalsdeildinni.vísir/getty13:21: Leik lokið á White Hart Lane! Öruggur 4-0 sigur Spurs staðreynd. Forskot Chelsea er nú aðeins fjögur stig en Lundúnaliðið mætir Manchester United á morgun.13:20: 4-0!!! Janssen skorar fjórða mark Spurs og sitt fyrsta mark úr opnum leik í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn var búinn að bíða lengi eftir þessu.12:54: Leikmenn Tottenham halda áfram að reyna á Boruc sem heldur áfram að verja. Spurs hefur átt 15 skot í leiknum en Bournemouth aðeins eitt.12:36: 3-0!!! Kane skorar þriðja mark Spurs! Fer illa með Simon Francis og skorar framhjá Boruc. Mark númer 20 hjá Kane í ensku úrvalsdeildinni. Bournemouth kemur ekki til baka úr þessu.12:34: Seinni hálfleikur er hafinn. Engar breytingar á liðunum.12:18: Hálfleikur á White Hart Lane. Tottenham leiðir 2-0 og forystan gæti verið enn meiri. Stefnir allt í sjöunda sigurinn í röð.Son Heung-min fagnar marki sínu.vísir/getty11:49: 2-0!!! Son Heung-min kemur Spurs í 2-0 með sínu tólfta deildarmarki! Heimamenn ganga hreint til verks og eru hreinlega að valta yfir gestina frá Bournemouth.11:46: MARK! Dembélé kemur Tottenham yfir með hægri fótar skoti eftir hornspyrnu frá Christian Eriksen. Fyrsta deildarmark Belgans í vetur.11:43: Moussa Dembélé með hörkuskot sem Arthur Boruc ver. Tottenham byrjar leikinn miklu betur.11:30: Leikurinn er hafinn!11:22: Tottenham getur minnkað forskot toppliðs Chelsea niður í fjögur stig með sigri í dag.11:13: Tottenham tekur á móti Bournemouth í fyrsta leik dagsins. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu sem vann 4-0 sigur á Watford um síðustu helgi. Harry Kane og Kyle Walker kom inn fyrir Vincent Janssen og Kieran Trippier. Eddie Howe, stjóri Bournemouth, gerir eina breytingu; Junior Stanislas kemur inn fyrir Ryan Fraser.11:10: Góðan daginn og velkomin í beina lýsingu frá gangi mála í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn