Mourinho mátaði gamla liðið sitt | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2017 16:45 Manchester United vann öruggan sigur á Chelsea, 2-0, þegar liðin mættust á Old Trafford í dag. Með sigrinum komst United aftur upp í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið er nú fjórum stigum á eftir Manchester City, sem er í 4. sætinu, og á auk þess leik til góða. Chelsea er áfram á toppnum en forysta liðsins er komin niður í fjögur stig. Marcus Rashford, sem spilaði í fremstu víglínu United í stað Zlatans Ibrahimovic, kom heimamönnum yfir strax á 7. mínútu. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn Chelsea frá Ander Herrera og kláraði færið vel framhjá Asmir Begovic sem spilaði í marki Chelsea í stað Thibauts Courtois sem var meiddur. Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik jók Herrera muninn í 2-0. Spánverjinn átti þá skot sem fór af Kurt Zouma og í markið. Auk þess að skora og leggja upp tók Herrera Eden Hazard úr umferð í leiknum. Belginn fann sig ekki í dag, ekki frekar en aðrir sóknarmenn Chelsea. Toppliðið ógnaði lítið sem ekkert það sem eftir lifði leiks og United landaði góðum sigri. Hér fyrir neðan má lesa beina lýsingu frá gangi mála í leiknum.Leik lokið: Madley flautar til leiksloka! Góður sigur hjá United sem er komið upp í 5. sæti deildarinnar. Mourinho hafði betur gegn sínum gömlu félögum.90+3. mín: Timothy Fosu-Mensah kemur inn fyrir Young.88. mín: Tvær mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Það er ekkert sem bendir til þess að Chelsea sé að fara að skora.83. mín: Zlatan kemur inn fyrir Rashford. Strákurinn skilað góðu verki. Hjá Chelsea kemur Ruben Loftus-Cheek inn fyrir Zouma.69. mín: Rashford tuskar David Luiz til og á svo skot sem Begovic. Luiz ekki sáttur með dómarann þarna.66. mín: Önnur skipting Chelsea. Willian kemur inn fyrir Nemanja Matic. Conte að reyna að fríska upp á liðið sitt.61. mín: Rashford með þrumuskot í hliðarnetið.60. mín: Lingard fer af velli og Michael Carrick kemur inn á.54. mín: Cesc Fábregas kemur inn fyrir Victor Moses.52. mín: Lingard með skot yfir. United hótar þriðja markinu.49. mín: MARK!!! Herrera með skot sem fer af Zouma og í netið! Begovic kemur engum vörnum við.Seinni hálfleikur hafinn: Engar breytingar á liðunum.Fyrri hálfleik lokið: Madley flautar til hálfleiks. United verið sterkari aðilinn en munurinn er bara eitt mark.45+1. mín: Costa með skot framhjá. Chelsea hefur ekki átt margar tilraunir hér í fyrri hálfleik.37. mín: Costa og Marcos Rojo liggja eftir. Þeir eru litlir vinir.33. mín: Diego Costa fær fyrsta gula spjaldið. Virkar pirraður í dag, eða öllu heldur enn pirraðari en venjulega.29. mín: Young með slakt skot framhjá eftir fína sókn United.25. mín: United lítur mun betur út þessar fyrstu 25 mínútur. Herrera er yfirfrakki á Hazard sem hefur lítið sést hingað til.16. mín: Young með hættulega fyrirgjöf sem Rashford rétt missir af.7. mín: MARK!!! Herrera setur Rashford í gegn og strákurinn klárar færið vel! Spurning með hendi á Herrera í aðdraganda marksins.6. mín: Rashford í ágætis stöðu en skýtur framhjá.Leikur hafinn: Robert Madley flautar til leiks!Fyrir leik: Marcos Alonso meiddist í upphitun og Kurt Zouma tekur stöðu hans.Fyrir leik:José Mourinho segir að Zlatan sé þreyttur en klár að koma inn á og hjálpa til.Fyrir leik: Þetta er í þriðja sinn sem þessi lið mætast á tímabilinu en Chelsea hafði betur í fyrstu tvö skiptin. Chelsea vann deildarleik liðanna 23. október í fyrra 4-0. Pedro, Gary Cahill, Eden Hazard og N'Golo Kanté skoruðu mörk Chelsea. Liðin mættust svo á Stamford Bridge í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar 13. mars síðastliðinn. Þar skildi mark Kantés liðin að en United lék manni færri síðustu 55 mínútur leiksins eftir að Ander Herrera fékk að líta rauða spjaldið.Fyrir leik: Það eru einnig fréttir af Chelsea því Thibaut Courtois er meiddur og Asmir Begovic stendur því í markinu. Annars er liðið óbreytt frá 1-3 sigrinum á Bournemouth um síðustu helgi.Fyrir leik: Óvæntar fréttir af United. Zlatan Ibrahimovic byrjar á bekknum, sem og Henrikh Mkhitaryan. Marcus Rashford byrjar frammi og Ashley Young er fyrirliði.Fyrir leik: Góðan daginn og velkomin í beina lýsingu frá stórleik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Manchester United vann öruggan sigur á Chelsea, 2-0, þegar liðin mættust á Old Trafford í dag. Með sigrinum komst United aftur upp í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið er nú fjórum stigum á eftir Manchester City, sem er í 4. sætinu, og á auk þess leik til góða. Chelsea er áfram á toppnum en forysta liðsins er komin niður í fjögur stig. Marcus Rashford, sem spilaði í fremstu víglínu United í stað Zlatans Ibrahimovic, kom heimamönnum yfir strax á 7. mínútu. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn Chelsea frá Ander Herrera og kláraði færið vel framhjá Asmir Begovic sem spilaði í marki Chelsea í stað Thibauts Courtois sem var meiddur. Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik jók Herrera muninn í 2-0. Spánverjinn átti þá skot sem fór af Kurt Zouma og í markið. Auk þess að skora og leggja upp tók Herrera Eden Hazard úr umferð í leiknum. Belginn fann sig ekki í dag, ekki frekar en aðrir sóknarmenn Chelsea. Toppliðið ógnaði lítið sem ekkert það sem eftir lifði leiks og United landaði góðum sigri. Hér fyrir neðan má lesa beina lýsingu frá gangi mála í leiknum.Leik lokið: Madley flautar til leiksloka! Góður sigur hjá United sem er komið upp í 5. sæti deildarinnar. Mourinho hafði betur gegn sínum gömlu félögum.90+3. mín: Timothy Fosu-Mensah kemur inn fyrir Young.88. mín: Tvær mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Það er ekkert sem bendir til þess að Chelsea sé að fara að skora.83. mín: Zlatan kemur inn fyrir Rashford. Strákurinn skilað góðu verki. Hjá Chelsea kemur Ruben Loftus-Cheek inn fyrir Zouma.69. mín: Rashford tuskar David Luiz til og á svo skot sem Begovic. Luiz ekki sáttur með dómarann þarna.66. mín: Önnur skipting Chelsea. Willian kemur inn fyrir Nemanja Matic. Conte að reyna að fríska upp á liðið sitt.61. mín: Rashford með þrumuskot í hliðarnetið.60. mín: Lingard fer af velli og Michael Carrick kemur inn á.54. mín: Cesc Fábregas kemur inn fyrir Victor Moses.52. mín: Lingard með skot yfir. United hótar þriðja markinu.49. mín: MARK!!! Herrera með skot sem fer af Zouma og í netið! Begovic kemur engum vörnum við.Seinni hálfleikur hafinn: Engar breytingar á liðunum.Fyrri hálfleik lokið: Madley flautar til hálfleiks. United verið sterkari aðilinn en munurinn er bara eitt mark.45+1. mín: Costa með skot framhjá. Chelsea hefur ekki átt margar tilraunir hér í fyrri hálfleik.37. mín: Costa og Marcos Rojo liggja eftir. Þeir eru litlir vinir.33. mín: Diego Costa fær fyrsta gula spjaldið. Virkar pirraður í dag, eða öllu heldur enn pirraðari en venjulega.29. mín: Young með slakt skot framhjá eftir fína sókn United.25. mín: United lítur mun betur út þessar fyrstu 25 mínútur. Herrera er yfirfrakki á Hazard sem hefur lítið sést hingað til.16. mín: Young með hættulega fyrirgjöf sem Rashford rétt missir af.7. mín: MARK!!! Herrera setur Rashford í gegn og strákurinn klárar færið vel! Spurning með hendi á Herrera í aðdraganda marksins.6. mín: Rashford í ágætis stöðu en skýtur framhjá.Leikur hafinn: Robert Madley flautar til leiks!Fyrir leik: Marcos Alonso meiddist í upphitun og Kurt Zouma tekur stöðu hans.Fyrir leik:José Mourinho segir að Zlatan sé þreyttur en klár að koma inn á og hjálpa til.Fyrir leik: Þetta er í þriðja sinn sem þessi lið mætast á tímabilinu en Chelsea hafði betur í fyrstu tvö skiptin. Chelsea vann deildarleik liðanna 23. október í fyrra 4-0. Pedro, Gary Cahill, Eden Hazard og N'Golo Kanté skoruðu mörk Chelsea. Liðin mættust svo á Stamford Bridge í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar 13. mars síðastliðinn. Þar skildi mark Kantés liðin að en United lék manni færri síðustu 55 mínútur leiksins eftir að Ander Herrera fékk að líta rauða spjaldið.Fyrir leik: Það eru einnig fréttir af Chelsea því Thibaut Courtois er meiddur og Asmir Begovic stendur því í markinu. Annars er liðið óbreytt frá 1-3 sigrinum á Bournemouth um síðustu helgi.Fyrir leik: Óvæntar fréttir af United. Zlatan Ibrahimovic byrjar á bekknum, sem og Henrikh Mkhitaryan. Marcus Rashford byrjar frammi og Ashley Young er fyrirliði.Fyrir leik: Góðan daginn og velkomin í beina lýsingu frá stórleik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira