Gerðu árás á Sýrland Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2017 01:46 Eldflaugunum var meðal annars skotið frá tundurspillinum USS Ross. Vísir/AFP Bandaríski herinn skaut í kvöld 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Þetta er fyrsta beina og vísvitandi árás Bandaríkjanna gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og er gerð í kjölfar ásakana um að stjórnarher hans hafi beitt efnavopnum gegn almennum borgurum á þriðjudaginn. Bandaríkin gerðu fyrst árásir í Sýrlandi árið 2014 en þær hafa allar beinst gegn Íslamska ríkinu. Um er að ræða mikinn viðsnúning fyrir ríkisstjórn Donald Trump. Þegar átökin hófust í Sýrlandi lýsti Trump því yfir að hann væri verulega mótfallinn því að Bandaríkin skiptu sér af málum í Sýrlandi. Rússland og Íran hafa staðið við bakið á Assad. Eldflaugunum var skotið frá tveimur tundurspillum í Miðjarðarhafi og var skotmarkið herflugvöllur sem kallast Shayrat og er í Homs héraði. Samkvæmt Washington Post er talið að flugvélunum sem notaðar voru til efnavopnaárásarinnar hafi verið flogið þaðan. Ríkissjónvarp Sýrlands segir árásin hafi valdið mannfalli. Trump ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Flórída ásamt Xi-Jinping, forseta Kína. Hann sagði að margra ára tilraunir til að reyna að fá Assad til að breyta hegðun sinni hefðu misheppnast og það illa. Hann segist kalla eftir því að „allar siðmenntaðar þjóðir“ stöðvi „slátrunina“ í Sýrlandi. Fyrr í kvöld höfðu Rússar varað við „neikvæðum afleiðingum“ ef Bandaríkin gerðu árás á Sýrland. Vladimir Safronkov, aðstoðarsendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að ábyrgðin yrði að vera á herðum þeirra sem fyrirskipuðu árásir. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja að Rússar hafi verið látnir vita af árásinni skömmu áður en hún var gerð. Talsmenn Pentagon segja einnig að ekki hafi verið miðað á það svæði herstöðvarinnar þar sem rússneskir hermenn eru taldir hafa verið. Lesa má yfirlýsingu Trump hér að neðan. The president's statement from Florida tonight. Official WH text. @realDonaldTrump pic.twitter.com/OXiZ3MXqez— Kelly O'Donnell (@KellyO) April 7, 2017 .@JeffFlake @wolfblitzer @kshaheen @MSNBC The U.S. DOD has released flight path data showing tracking of #Assad regime aircraft that conducted the CW attack in #KhanSheikhoun: pic.twitter.com/odvQy8pHAi— Charles Lister (@Charles_Lister) April 7, 2017 .@SteveKopack @JasonLeopold @CBSNews @WestWingReport VIDEO: More from US Tomahawk launch targeting Syria - @mutludc @DeptofDefense pic.twitter.com/BHFoBfVuVg— Conflict News (@Conflicts) April 7, 2017 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00 Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 „Okkur ber að hjálpa þeim sem lifðu af“ Utanríkisráðherra ítrekaði í dag stuðning Íslands við fórnarlömb stríðsátakanna í Sýrlandi. 5. apríl 2017 18:43 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Bandaríski herinn skaut í kvöld 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Þetta er fyrsta beina og vísvitandi árás Bandaríkjanna gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og er gerð í kjölfar ásakana um að stjórnarher hans hafi beitt efnavopnum gegn almennum borgurum á þriðjudaginn. Bandaríkin gerðu fyrst árásir í Sýrlandi árið 2014 en þær hafa allar beinst gegn Íslamska ríkinu. Um er að ræða mikinn viðsnúning fyrir ríkisstjórn Donald Trump. Þegar átökin hófust í Sýrlandi lýsti Trump því yfir að hann væri verulega mótfallinn því að Bandaríkin skiptu sér af málum í Sýrlandi. Rússland og Íran hafa staðið við bakið á Assad. Eldflaugunum var skotið frá tveimur tundurspillum í Miðjarðarhafi og var skotmarkið herflugvöllur sem kallast Shayrat og er í Homs héraði. Samkvæmt Washington Post er talið að flugvélunum sem notaðar voru til efnavopnaárásarinnar hafi verið flogið þaðan. Ríkissjónvarp Sýrlands segir árásin hafi valdið mannfalli. Trump ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Flórída ásamt Xi-Jinping, forseta Kína. Hann sagði að margra ára tilraunir til að reyna að fá Assad til að breyta hegðun sinni hefðu misheppnast og það illa. Hann segist kalla eftir því að „allar siðmenntaðar þjóðir“ stöðvi „slátrunina“ í Sýrlandi. Fyrr í kvöld höfðu Rússar varað við „neikvæðum afleiðingum“ ef Bandaríkin gerðu árás á Sýrland. Vladimir Safronkov, aðstoðarsendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að ábyrgðin yrði að vera á herðum þeirra sem fyrirskipuðu árásir. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja að Rússar hafi verið látnir vita af árásinni skömmu áður en hún var gerð. Talsmenn Pentagon segja einnig að ekki hafi verið miðað á það svæði herstöðvarinnar þar sem rússneskir hermenn eru taldir hafa verið. Lesa má yfirlýsingu Trump hér að neðan. The president's statement from Florida tonight. Official WH text. @realDonaldTrump pic.twitter.com/OXiZ3MXqez— Kelly O'Donnell (@KellyO) April 7, 2017 .@JeffFlake @wolfblitzer @kshaheen @MSNBC The U.S. DOD has released flight path data showing tracking of #Assad regime aircraft that conducted the CW attack in #KhanSheikhoun: pic.twitter.com/odvQy8pHAi— Charles Lister (@Charles_Lister) April 7, 2017 .@SteveKopack @JasonLeopold @CBSNews @WestWingReport VIDEO: More from US Tomahawk launch targeting Syria - @mutludc @DeptofDefense pic.twitter.com/BHFoBfVuVg— Conflict News (@Conflicts) April 7, 2017
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00 Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 „Okkur ber að hjálpa þeim sem lifðu af“ Utanríkisráðherra ítrekaði í dag stuðning Íslands við fórnarlömb stríðsátakanna í Sýrlandi. 5. apríl 2017 18:43 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00
„Okkur ber að hjálpa þeim sem lifðu af“ Utanríkisráðherra ítrekaði í dag stuðning Íslands við fórnarlömb stríðsátakanna í Sýrlandi. 5. apríl 2017 18:43