Erlent

Um tuttugu ungmenni létust í slysi við foss í Gana

Atli Ísleifsson skrifar
Kintampo-foss er að finna í Brong-Ahafo-héraði.
Kintampo-foss er að finna í Brong-Ahafo-héraði. Vísir/Getty

Allt að tuttugu ungmenni létu lífið þegar þau urðu undir fallandi trám þegar þau voru syndandi undir fossi á vinsælum ferðamannastað í Gana síðdegis í gær.

Í frétt Guardian segir að trén hafi fallið ofan í vatnið við Kintampo-foss, hæsta foss landsins, en slæmt var í veðri.

Kintampo-foss er að finna í Brong-Ahafo-héraði í miðju Gana.

Prince Billy Anaglate, talsmaður yfirvalda, segir að átján hafi látið lífið í vatninu og tveir til viðbótar á sjúkrahúsi. Ellefu ungmenni til viðbótar særðust og er nú hlúið að þeim á sjúkrahúsi.

Flestir nemendanna voru í Wenchi gagnfræðiskólanum, en einhverjir sem urðu undir trjánum voru ferðamenn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.